Real Madrid vill varnarmann Tottenham - Newcastle setur svakalegan verðmiða á Isak - Guehi og Robinson til LIverpool?
   lau 28. desember 2024 22:30
Ívan Guðjón Baldursson
Bolasie kominn til Cruzeiro (Staðfest)
Bolasie lék síðast með Swansea á Englandi, tímabilið 2023-24.
Bolasie lék síðast með Swansea á Englandi, tímabilið 2023-24.
Mynd: Swansea
Hjá Everton voru Gylfi Þór Sigurðsson og Bolasie liðsfélagar.
Hjá Everton voru Gylfi Þór Sigurðsson og Bolasie liðsfélagar.
Mynd: Getty Images
Kantmaðurinn knái Yannick Bolasie er búinn að gera eins árs samning við brasilíska stórveldið Cruzeiro.

Bolasie er orðinn 35 ára gamall en átti gott fyrsta tímabil í brasilíska boltanum á síðustu leiktíð, þar sem hann kom að 12 mörkum í 34 deildarleikjum en tókst ekki að koma í veg fyrir fall úr efstu deild hjá Circiúma.

Bolasie rann út á samningi hjá Circiúma og er núna búinn að semja við Cruzeiro út árið 2025, en Cruzeiro endaði í níunda sæti brasilísku deildarinnar á síðustu leiktíð með 52 stig úr 38 umferðum.

Bolasie spilaði yfir 100 leiki með Crystal Palace og Everton á tíma sínum í ensku úrvalsdeildinni en hann hefur einnig spilað fyrir Aston Villa og Sporting CP meðal annars.


Athugasemdir
banner
banner