Real Madrid vill varnarmann Tottenham - Newcastle setur svakalegan verðmiða á Isak - Guehi og Robinson til LIverpool?
   lau 28. desember 2024 21:20
Ívan Guðjón Baldursson
Börsungar geta skráð Olmo til leiks eftir sölu á VIP sætum
Dani Olmo hefur passað vel inn í liðið hjá Barcelona og er að spila vel undir stjórn Hansi Flick.
Dani Olmo hefur passað vel inn í liðið hjá Barcelona og er að spila vel undir stjórn Hansi Flick.
Mynd: EPA
Spænskir fjölmiðlar keppast við að greina frá því að Barcelona mun að öllum líkindum geta skráð Dani Olmo til leiks fyrir seinni hluta tímabilsins í spænska boltanum.

Börsungar virtust ekki geta skráð Olmo fyrir seinni hlutann vegna þess að laun hans hefðu rofið launaþak félagsins í La Liga deildinni miðað við innkomu.

Þeim tókst þó að selja sérstök V.I.P. sæti á Camp Nou leikvanginum sínum fyrir upphæð sem nemur um 100 milljónum evra. Þessi nýja innkoma gerir félaginu kleift að hækka launaþakið sitt í La Liga og skrá Olmo og Pau Víctor til leiks fyrir seinni hluta leiktíðarinnar.

Barcelona er búið að tapa tveimur leikjum í röð í spænsku deildinni og situr í þriðja sæti með 38 stig eftir 19 umferðir, þremur stigum eftir toppliði Atlético Madrid sem á leik til góða. Þá er liðið í öðru sæti í deildarkeppni Meistaradeildar Evrópu, með 15 stig eftir 6 umferðir.

Hinn 26 ára gamli Olmo er búinn að skora 6 mörk og gefa eina stoðsendingu í 15 leikjum með Barca á tímabilinu. Ensk úrvalsdeildarfélög á borð við Manchester City og Arsenal hafa verið orðuð við leikmanninn.
Athugasemdir
banner
banner
banner