Real Madrid vill varnarmann Tottenham - Newcastle setur svakalegan verðmiða á Isak - Guehi og Robinson til LIverpool?
   lau 28. desember 2024 23:00
Ívan Guðjón Baldursson
Alisson: Við skrifum okkar eigin sögu
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA
Markvörðurinn Alisson er mjög ánægður að spila undir stjórn Arne Slot hjá Liverpool, enda hefur liðið verið að gera frábæra hluti með Hollendinginn við stjórnvölinn.

Liverpool er með sex stiga forystu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar og leik til góða á Arsenal sem situr í öðru sæti. Liðið er auk þess eina liðið sem er með fullt hús stiga í Meistaradeild Evrópu og trónir þar á toppi deildarinnar.

Stuðningsmenn Liverpool vonast til að sínir menn geti unnið annan úrvalsdeildartitilinn í sögu félagsins, eftir að hafa sigrað þann fyrsta undir stjórn Jürgen Klopp tímabilið 2019-20.

„Liðið sem vann úrvalsdeildina var sérstakt lið, við afrekuðum magnaða hluti. Þetta var fyrsti úrvalsdeildartitill félagsins, eftir að hafa unnið Meistaradeildina tímabilið á undan. Það er ekki hægt að bera það lið saman við liðið sem við erum í dag," segir Alisson.

„Núna erum við aftur með frábæran leikmannahóp sem getur afrekað magnaða hluti. Við erum með gæðin og hugarfarið til að sigra allar keppnir sem við tökum þátt í."

Alisson er einn af níu leikmönnum í leikmannahópi Liverpool sem voru líka hjá félaginu tímabilið 2019-20. Hinir eru Caoimhin Kelleher, Trent Alexander-Arnold, Virgil van Dijk, Joe Gomez, Andy Robertson, Harvey Elliott, Curtis Jones og Mohamed Salah.

„Nýi þjálfarinn er líka frábær og ég er ekki sammála að hans leikstíll sé mjög svipaður þeim sem Klopp notaði. Við erum meira með boltann núna á meðan áður fyrr snerist þetta meira um skyndisóknir og ákefð.

„Við höfum enga þörf fyrir að bera okkur saman við gömul lið hjá Liverpool. Við skrifum okkar eigin sögu."

Athugasemdir
banner
banner
banner