Real Madrid vill varnarmann Tottenham - Newcastle setur svakalegan verðmiða á Isak - Guehi og Robinson til LIverpool?
   lau 28. desember 2024 22:00
Ívan Guðjón Baldursson
Ligue 1 svarar Ronaldo: Messi vann HM í 38 stiga hita
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA
Franska deildin Ligue 1 hefur svarað portúgölsku stórstjörnunni Cristiano Ronaldo eftir ummæli hans um að sádi-arabíska deildin sé sterkari en sú franska.

   28.12.2024 07:30
Ronaldo: Auðvitað er deildin í Sádi betri en sú franska


Ronaldo lét þessi ummæli falla á Globe Soccer Awards á dögunum, en hann hefur leikið með Al-Nassr í Sádi-Arabíu undanfarin misseri.

Ronaldo talaði meðal annars um að honum þætti gaman að sjá leikmenn úr evrópska boltanum reyna að spretta í 38 til 40 stiga hita, sem er eðlilegt hitastig í Sádi-Arabíu.

Opinber aðgangur Ligue 1 á spænsku birti færslu á samfélagsmiðlinum X í dag til að svara Ronaldo. Myndin er af Lionel Messi með heimsmeistarabikarnum frá HM í Katar 2022.


Athugasemdir
banner
banner
banner