Lazio 1 - 1 Atalanta
1-0 Fisayo Dele-Bashiru ('27)
1-1 Marco Brescianini ('88)
1-0 Fisayo Dele-Bashiru ('27)
1-1 Marco Brescianini ('88)
Lazio og Atalanta áttust við í toppbaráttu ítölsku deildarinnar í kvöld og úr varð skemmtilegur og fjörugur slagur.
Það ríkti jafnræði með liðunum í fyrri hálfleik en heimamenn tóku forystuna á Ólympíuleikvanginum í Róm þegar Fisayo Dele-Bashiru slapp í gegn eftir frábæra sendingu frá Nicoló Rovella sem fór yfir varnarlínuna.
Dele-Bashiru gerði vel að klára framhjá Marco Carnesecchi markverði Atalanta sem varði nokkrum sinnum vel frá leikmönnum Lazio í fyrri hálfleiknum.
Gestirnir í liði Atalanta fengu einnig dauðafæri í fyrri hálfleik en tókst ekki að skora. Þeir voru undir 1-0 í leikhlé en tóku stjórn á leiknum í síðari hálfleik.
Atalanta fékk góð færi til að jafna en tókst ekki að koma boltanum í netið fyrr en á 88. mínútu þegar Ademola Lookman slapp í gegn eftir vandræðagang í varnarlínu Lazio. Lookman gaf boltann fyrir markið þar sem Marco Brescianini skoraði af stuttu færi í opið mark.
Atalanta reyndi að bæta við marki á lokamínútunum en mistókst ætlunarverk sitt svo lokatölur urðu 1-1.
Atalanta er í toppsæti Serie A deildarinnar með 41 stig eftir 18 umferðir en Ítalíumeistarar Inter eru í öðru sæti með 40 stig og leik til góða.
Lazio batt enda á svakalega sigurhrinu Atalanta með jafnteflinu í dag, en lærisveinar Gian Piero Gasperini höfðu unnið ellefu deildarleiki í röð fyrir þessa viðureign.
Lazio er í fjórða sæti deildarinnar, sex stigum á eftir Atalanta.
Athugasemdir