Real Madrid vill varnarmann Tottenham - Newcastle setur svakalegan verðmiða á Isak - Guehi og Robinson til LIverpool?
   lau 28. desember 2024 21:00
Ívan Guðjón Baldursson
Allt að 100 milljónir evra fyrir að sigra HM félagsliða
Real Madrid er félagið sem skapar mesta áhorfið og getur því þénað mesta peninginn á því að komast sem lengst í keppninni.
Real Madrid er félagið sem skapar mesta áhorfið og getur því þénað mesta peninginn á því að komast sem lengst í keppninni.
Mynd: Getty Images
Spænska fréttaveitan AS greinir frá því að verðlaunaféð í HM félagsliða mun vera á pari við verðlaunaféð úr Meistaradeild Evrópu.

Útaf þessu mikla verðlaunafé munu félagslið mæta til leiks með sín sterkustu lið í tilraun til að græða allt að 100 milljónir evra.

Helsti munurinn er að HM félagsliða er aðeins mánaðarlöng keppni á meðan Meistaradeildin er spiluð yfir heilt keppnistímabil. Þetta er því kjörið tækifæri fyrir félög til að þéna háar upphæðir á skömmum tíma, en þetta mun að sama skapi auka leikjaálag leikmanna gríðarlega.

Það eru þó ekki öll félög sem munu fá sama verðlaunafé fyrir HM félagsliða, heldur hefur verið sett upp sérstakt kerfi þar sem þau félög sem skapa mesta áhorfið geta fengið hæsta verðlaunaféð.

HM félagsliða verður haldið í Bandaríkjunum frá 15. júní til 13. júlí og eru 32 lið sem taka þátt.
Athugasemdir
banner
banner
banner