Spænska ungstirnið Lamine Yamal er með að minnsta kosti eitt nýársheiti eftir að hafa átt frábært fótboltaár 2024.
Yamal, sem er aðeins 17 ára gamall, vann sér inn byrjunarliðssæti hjá stórveldi Barcelona á árinu og hjá spænska landsliðinu sem vann EM síðasta sumar.
Yamal hefur verið duglegur að skora og leggja upp bæði með Barca og Spáni en hann vill skora fleiri mörk.
„Árið 2025 vil ég bæta markaskorunina mína. Ég vil skora í hverjum einasta leik. Ég hef átt mikið af stoðsendingum á þessu ári en ég þarf að bæta markaskorunina. Það er markmiðið mitt," segir Yamal.
Athugasemdir