Real Madrid vill varnarmann Tottenham - Newcastle setur svakalegan verðmiða á Isak - Guehi og Robinson til LIverpool?
   lau 28. desember 2024 23:30
Ívan Guðjón Baldursson
Cazorla opinn fyrir að snúa aftur til Arsenal
Cazorla og Arteta léku saman hjá Arsenal.
Cazorla og Arteta léku saman hjá Arsenal.
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images
Spænski miðjumaðurinn Santi Cazorla hefur ekki tekið ákvörðun um hvort hann ætli að leggja fótboltaskóna á hilluna eftir tímabilið eða ekki, en hann er 40 ára gamall og leikur fyrir Real Oviedo í næstefstu deild spænska boltans.

Cazorla er mikilvægur hlekkur í liðinu þrátt fyrir háan aldur en Oviedo er í toppbaráttu í La Liga 2 deildinni, fjórum stigum á eftir toppliði Almería.

Cazorla er í það góðu líkamsstandi og er svo mikilvægur á vellinum að Real Oviedo er tilbúið til að bjóða honum eins árs framlengingu á samningi sínum við félagið. Þá gæti Cazorla spilað sem atvinnumaður í spænska boltanum eftir 41. afmælisdaginn sinn í desember á næsta ári.

Eftir að hann leggur skóna á hilluna hefur Cazorla áhuga á að starfa sem þjálfari og gæti hans fyrrum félagslið, Arsenal, verið tilvalinn áfangastaður.

Cazorla horfði á 1-0 sigur Arsenal gegn Ipswich í ensku úrvalsdeildinni á dögunum og smellti mynd af sér með vini sínum Mikel Arteta, aðalþjálfara Arsenal.

„Auðvitað gæti ég snúið aftur til Arsenal, af hverju ekki? Arsenal er heimilið mitt, ég elska þetta félag og það er aldrei að vita hvað gerist í framtíðinni. Ég veit ekki hvaða hlutverki ég myndi gegna en þetta er eitthvað sem ég hef áhuga á. Ég elska fótbolta og mun halda áfram að starfa í kringum íþróttina eftir að ég hætti að spila," sagði Cazorla þegar hann var staddur í London.

Cazorla lék fyrir Arsenal í sex ár og hefur meðal annars spilað fyrir Villarreal og Malaga á ferlinum. Hann lék 81 landsleik fyrir Spán og vann EM 2008 og 2012 með landsliðinu.
Athugasemdir
banner