Meistaraflokkur kvenna hjá FHL er búinn að semja við sjö uppalda leikmenn liðsins sem eiga samanlagt yfir 500 leiki að baki fyrir félagið.
Rósa Björgvinsdóttir fyrirliði FHL er meðal þeirra sem gerir nýjan samning við félagið, en hún er fædd 2004 og hefur spilað 109 meistaraflokksleiki með uppeldisfélaginu.
Hin 22 ára gamla Viktoría Einarsdóttir er leikreyndust þeirra sem sömdu með 166 leiki að baki.
Þá er Björg Gunnlaugsdóttir, 18 ára, einnig búin að gera nýjan samning en hún á 6 leiki að baki fyrir yngri landslið Íslands og 86 leiki með meistaraflokki FHL.
Ásdís Hvönn Jónsdóttir, Katrín Edda Jónsdóttir, Íris Vala Ragnarsdóttir og Hrafnhildur Eik Reimarsdóttir eru einnig búnar að semja við félagið.
FHL leikur í Bestu deild kvenna á næsta ári eftir að hafa rúllað upp Lengjudeildinni á síðustu leiktíð.
Athugasemdir