Hart barist um Olmo - Real Madrid vill kaupa Trent í næsta mánuði - Isak vill vera áfram hjá Newcastle
   sun 29. desember 2024 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Breki Þór fer með Árna til Grindavíkur (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Greint var frá því í gær að Árni Salvar Heimisson væri búinn að gera lánssamning við Grindavík til að spila í Lengjudeildinni næsta sumar. Hann er þó ekki eini leikmaður ÍA sem er lánaður til Grindavíkur fyrir næstu leiktíð því Breki Þór Hermannsson fer með honum.

Breki Þór er fæddur 2003 og tók þátt í þremur leikjum í efri hluta Bestu deildar karla á síðustu leiktíð sem einkenndist af meiðslavandræðum.

Breki kom við sögu í 16 leikjum sumarið 2023 þegar ÍA komst upp úr Lengjudeildinni og mun líklega spila mikilvægt hlutverk í leikmannahópi Grindavíkur.

Breki hefur leikið fyrir Víking Ólafsvík, Kára og Njarðvík á ferlinum.

   28.12.2024 17:30
Grindavík fær Árna Salvar frá ÍA (Staðfest)

Athugasemdir
banner
banner