Hart barist um Olmo - Real Madrid vill kaupa Trent í næsta mánuði - Isak vill vera áfram hjá Newcastle
   sun 29. desember 2024 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía í dag - Spennandi slagir í kvöld
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images
Það eru fjórir leikir á dagskrá í efstu deild ítalska boltans í dag og í kvöld þar sem fjörið hefst í hádeginu þegar Udinese tekur á móti Torino.

Toppbaráttulið Napoli fær svo Íslendingalið Venezia í heimsókn, þar sem Mikael Egill Ellertsson og Bjarki Steinn Bjarkason eru báðir á mála hjá Feneyingum.

Venezia er í næstneðsta sæti ítölsku deildarinnar sem stendur, með 13 stig eftir 17 umferðir. Liðið getur klifrað upp úr fallsæti með sigri í dag.

Það eru tveir stórleikir á dagskrá seinnipart dagsins þegar Juventus tekur á móti Fiorentina áður en AC Milan fær AS Roma í heimsókn.

Juve og Fiorentina eru jöfn með 31 stig í baráttunni um Meistaradeildarsæti, með fimm stigum meira heldur en Milan. Rómverjar hafa átt erfitt uppdráttar á fyrri hluta tímabils og eru aðeins komnir með 19 stig eftir 17 umferðir.

Leikir dagsins:
11:30 Udinese - Torino
14:00 Napoli - Venezia
17:00 Juventus - Fiorentina
19:45 Milan - Roma
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Atalanta 18 13 2 3 43 20 +23 41
2 Napoli 18 13 2 3 27 12 +15 41
3 Inter 17 12 4 1 45 15 +30 40
4 Lazio 18 11 2 5 33 25 +8 35
5 Fiorentina 17 9 5 3 31 15 +16 32
6 Juventus 18 7 11 0 30 15 +15 32
7 Bologna 17 7 7 3 25 21 +4 28
8 Milan 17 7 6 4 26 17 +9 27
9 Udinese 18 7 3 8 23 28 -5 24
10 Roma 18 5 5 8 24 24 0 20
11 Torino 18 5 5 8 19 24 -5 20
12 Empoli 18 4 7 7 17 21 -4 19
13 Genoa 18 4 7 7 16 27 -11 19
14 Parma 18 4 6 8 25 34 -9 18
15 Como 18 4 6 8 20 30 -10 18
16 Verona 18 6 0 12 24 42 -18 18
17 Lecce 18 4 4 10 11 31 -20 16
18 Cagliari 18 3 5 10 16 31 -15 14
19 Venezia 18 3 4 11 17 31 -14 13
20 Monza 18 1 7 10 16 25 -9 10
Athugasemdir
banner
banner
banner