Sevilla hefur ákveðið að senda vinstri bakvörðinn Valentín Barco aftur heim til Brighton & Hove Albion í janúar.
Barco er tvítugur Argentínumaður sem hefur einungis fengið að spila 376 mínútur með Sevilla á fyrri hluta tímabils.
Planið hjá Brighton er að finna nýjan áfangastað fyrir bakvörðinn sinn, en Barco er með þrjú og hálft ár eftir af samningi við Brighton.
Brighton keypti Barco í fyrra frá argentínska stórveldinu Boca Juniors.
Barco á 19 leiki að baki fyrir yngri landslið Argentínu og einn fyrir A-landsliðið.
Athugasemdir