Haaland verður með riftunarákvæði - Real Madrid ætlar að fá Saliba - Antony til Newcastle?
   mán 29. júlí 2024 14:25
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
HK spurðist líka fyrir um Brynjar - Leggur til að þeir sæki Sigurjón
Sigurjón Daði Harðarson.
Sigurjón Daði Harðarson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
HK er í markvarðarleit eftir að Arnar Freyr Ólafsson sleit hásin á dögunum. Stefán Stefánsson, ungur og uppalinn HK-ingur, var í markinu í 5-1 tapinu gegn Víkingum í gær og var Beitir Ólafsson á bekknum.

Rætt var aðeins um markvarðarmál HK í útvarpsþættinum Fótbolti.net á laugardag en þar var talað um það að HK-ingar hefðu spurst fyrir um Frederik Schram hjá Val og Brynjar Atla Bragason, varamarkvörð Breiðabliks.

„Blikar ætla ekki að hleypa Brynjari í burtu, en hann er að renna út á samningi eftir tímabilið," sagði Elvar Geir Magnússon í þættinum.

Sölvi Haraldsson, fréttamaður Fótbolta.net, stakk upp á markverði fyrir HK-inga.

„Það sem HK þarf að gera er að sækja Sigurjón Daða úr Fjölni. Það er mjög góður markvörður sem er ekkert að spila. Hann spilaði mjög vel í Lengjudeildinni í fyrra. Ég held að hann myndi klárlega vilja fara í HK," sagði Sölvi.

Sigurjón Daði, sem er fæddur 2001, var afar öflugur í Lengjudeildinni í fyrra en hann hefur þurft að sætta sig við það að vera varamarkvörður Fjölnis í sumar. Halldór Snær Georgsson tók stöðu hans þar.

Það verður áhugavert að sjá hvort HK muni sækja annan markvörð áður en glugginn lokar, hvort það takist. Ómar Ingi Guðmundsson, þjálfari HK, segir að það sé verið að skoða stöðuna.

Hægt er að hlusta á útvarpsþáttinn í heild sinni hér fyrir neðan.
Ómar Ingi: Þurfum klárlega að skoða markaðinn þar
Útvarpsþátturinn - Gluggaslúður, Evrópa og þeir bestu í 2. deild
Athugasemdir
banner
banner
banner