Haaland verður með riftunarákvæði - Real Madrid ætlar að fá Saliba - Antony til Newcastle?
   mán 29. júlí 2024 12:59
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Vestri var með of marga leikmenn frá löndum utan ESB
Davíð vill fá eina öfluga styrkingu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fjallað var um það í liðinni viku að enski miðjumaðurinn Toby King væri á förum frá Vestra. Hann var ekki í leikmannahópi liðsins gegn FH í gær.

Lestu um leikinn: Vestri 0 -  2 FH

„Toby var fyrir utan EU (ESB), við vorum með of marga slíka leikmenn (sem koma frá löndum utan Evrópusambandsins). Eðlilegast var að fækka þeim. Leiðinlegt að Toby fór, en við vissum þetta fyrir mót (að við værum með fjóra slíka leikmenn) og það er bara áfram gakk í þessu. Við erum að skoða markaðinn eins og önnur lið og erum tilbúnir til þess að styrkja okkur ef við finnum rétta styrkingu," sagði Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra, í viðtali eftir leikinn í gær.

Reglurnar í íslensku deildunum eru þannig að einungis þrír leikmenn frá löndum utan Evrópusambandsins mega vera í leikmannahópnum hverju sinni. Vladimir Tufegdzic (Serbía), Fatai Gbadamosi (Nígería) og Silas Songani (Simbabve) voru í hópnum í gær.

Þessi regla er ekki séríslensk en hún er eins t.d. í La Liga á Spáni. Munurinn er sá að á Spáni mega einungis fimm leikmenn frá löndum utan ESB verið skráðir í leikmannahópinn á hverju tímabili en einungis þrír geta verið í hópnum í hverjum leik. Á Íslandi geta félög verið með eins marga leikmenn og þau vilja, en einungis þrír mega vera í hópnum í hverjum leik.

Davíð segir að hann vilji fá eina alvöru styrkingu fyrir lok gluggans.

„Ég væri hrikalega til í að fá eina góða styrkingu, svona aðeins til að ýta við mönnum. Það verður bara að koma í ljós (í hvaða stöðu), ég er með ákveðnar hugmyndir en ég ætla ekki að segja það hér," sagði Davíð.
Davíð Smári: Stundum falla hlutirnir bara ekki með okkur
Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Breiðablik 21 14 4 3 48 - 25 +23 46
2.    Víkingur R. 20 13 4 3 47 - 23 +24 43
3.    Valur 21 10 5 6 49 - 32 +17 35
4.    FH 21 9 5 7 36 - 35 +1 32
5.    ÍA 21 9 4 8 40 - 31 +9 31
6.    Stjarnan 21 9 4 8 39 - 35 +4 31
7.    KA 21 7 6 8 32 - 37 -5 27
8.    Fram 21 7 5 9 28 - 29 -1 26
9.    KR 20 5 6 9 34 - 39 -5 21
10.    HK 21 6 2 13 23 - 51 -28 20
11.    Vestri 21 4 6 11 22 - 42 -20 18
12.    Fylkir 21 4 5 12 26 - 45 -19 17
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner