Áhugi Liverpool á Musiala eykst - Arsenal og Newcastle hafa áhuga á Sane - Simons orðaður við Man Utd
Óli Kristjáns vildi rautt: Sjáum þetta með sitthvorum augum
Nik: Þær unnu leikinn
Agnes Birta: Sérstaklega gott að vera með mágkonu mína hliðina á mér
Óskar Hrafn: Þurfum að vera harðari og stoltir af því að vera KR-ingar
Anna Rakel svarar Pétri: Það er haugalygi!
Pétur Péturs: Kominn tími á hana að hitta hann almennilega með vinstri
John Andrews: Takk Ási
Guðni: FH liðið er án ansi margra leikmanna sem hefðu átt að spila
Magnað sumar í Dal draumanna - „Þá hefðum við farið í fallsæti"
Andri Fannar: Aulaleg mörk sem við fengum á okkur
Ólafur Ingi: Barnalegir á vissum mómentum
Spennandi tímar hjá ÍR - „Tækifæri að stækka klúbbinn enn meira“
Gulli gæti ekki hrósað Sölva nóg - „Stend hérna vel pirraður"
Köstuðu kveikjurum þegar Ísland skoraði - „Mér finnst það snilld"
Orri Steinn: Örugglega svona 20 sinnum verra
Gylfi: Geðveik stemning og gaman að upplifa það aftur
Hjörtur Hermanns: Skíturinn skeður
Jói Berg: Er fyrstur að viðurkenna það þegar ég er ekki nógu góður
Age Hareide: Þetta var leikur kjánalegra mistaka
Róbert Orri: Geggjað að hitta strákana og tala íslensku
banner
   fim 29. ágúst 2024 22:11
Haraldur Örn Haraldsson
Venni: Ef að stærðfræðin bregst mér ekki þá er þetta möguleiki
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Mér fannst við Þróttarar vera líklegri til að hirða öll 3 stigin. Við sýndum mikinn vilja til að ná í, og berjast fyrir þeim. Pressan var mikil og menn lögðu mikið á sig. En því miður bara dugði það ekki."


Lestu um leikinn: Grindavík 2 -  2 Þróttur R.

Sagði Sigurvin Ólafsson þjálfari Þróttara eftir að liðið hans gerði 2-2 jafntefli við Grindavík í kvöld. Þróttarar hefðu verið komnir ansi nálægt umspils sæti hefðu þeir unnið í kvöld en í staðin eru þeir 4 stigum frá því þegar tveir leikir eru eftir.

„Ef að stærðfræðin bregst mér ekki þá er þetta ennþá einhverskonar möguleiki og á meðan svo er þá erum við bara gíraðir í að reyna hnoða okkur upp töfluna. Auðvitað bara að reyna ná í sem flest stig, svekkjandi að ná ekki í 3 stig í dag eins og við ætluðum okkur að gera. En þá tökum við bara næstu helgi."

Þrótturum var ekki spáð neitt frábæru gengi fyrir tímabil en ef þeim skildi takast það að komast upp í umspils sæti væri þetta tímabil fram úr öllum væntingum fyrir liðið.

„Þetta snýst náttúrulega um að bæta sig og verða betri. Mér finnst liðið hafa vaxið, við erum komnir með fleiri stig nú þegar heldur en í fyrra og ennþá tvær vikur eftir. Okkur hefur tekist að 'balansera' okkur aðeins meira, þetta er ekki eins miklar sprengjur. Við höfum skorað miku minna heldur en í fyrra en við höfum líka fengið á okkur miklu færri mörk. Þannig þetta er svona stöðugara og heilsteyptara lið held ég. Sem er bara í takt við það að þessir strákar hafa elst um eitt ár og þroskast. Hvernig sem þetta fer nú með þetta umspil þá er þetta allavega skref í rétta átt og þá ríður á að fara bara að hlaða strax í næstu skref."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner