Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 29. september 2021 12:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
„Er nógu mikið af leikmönnum til í heiminum fyrir Val?"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ný afstaðið tímabil í Pepsi Max-deild karla var mikil vonbrigði fyrir Val. Liðið endaði í 5. sæti með 39 stig eftir að hafa verið á toppnum þegar fimm umferðir voru eftir.

Það er búist við miklum breytingum á leikmannahópnum fyrir næstu leiktíð en fréttir herma að Guy Smit sem varði mark Leiknis í ár sé kominn til Vals og Hannes Þór Halldórsson og Kristinn Freyr Sigurðsson gætu verið á förum.

Tómas Þór Þórðarson velti því fyrir sér í Innkastinu á dögunum hvort það væru nógu margir leikmenn á lausu í heiminum fyrir Val.

„Er nógu mikið af leikmönnum til fyrir þetta Vals lið til að byggja það upp, þá meina ég bara í heiminum. Þá vantar vinstri bakvörð, miðvörð, tvo miðjumenn, einhvern hraðan framávið ef þeir ætla í alvöru að byggja uppá nýtt."

Tómas segir að Valsarar hljóti að vera ósáttir með leikmannahópinn.

„Þeir hljóta að vera svo ósáttir með leikmannahópinn ef þeir eru ekki ósáttir við þjálfarann, það er alltaf sagt að það sé ekki hægt að koma út 20 leikmönnum en það sé hægt að koma út fimm, ef þeir treysta Heimi fyrir þessu sem er hið besta mál."

Sjá einnig:
Kristinn Freyr um sín mál: Ekkert fréttnæmt
Kristinn Freyr fundaði með Breiðabliki
Hannes á förum frá Val? - Segist ekki ná í neinn niðri á Hlíðarenda
Innkastið - Lokahóf eftir magnað tímabil
Athugasemdir
banner
banner
banner