Napoli hefur áhuga á Grealish - Tottenham horfir til Mainoo - Real Madrid til í að opna veskið fyrir Rodri
Jói B: Þeir sem eru með ÍR tattú verða að vera í ÍR
Reynir Haralds: Ástríðan farin að minnka og vildi klára hringinn heima
Fyrsti leikur Óskars sem Víkingur: „Hafði trú á að við myndum jafna“
Jónatan tók eitt fyrir liðið: „Ekki þægilegt, en þess virði“
Gylfa fórnað: „Fannst henta liðinu að vera með meiri hraða“
Túfa: Höfðum ekki verið á toppnum í 1435 daga
5. deild: Stórsigrar hjá Uppsveitum og Spyrni
Birnir Snær: Alltof gott lið til að vera í fallbaráttu
Lárus Orri svekktur: Lá í loftinu að við myndum setja jöfnunarmarkið
Hallgrímur Mar: Himinlifandi að fá svona gæðaleikmann til okkar
Haddi: Ánægður með stjórnina að bakka okkur upp
Jóhann Birnir: Dálítið skrítinn leikur
Mjög ósáttur með spilamennsku Völsungs
Davíð Smári: Óþægilegt að láta fjórða dómarann garga og garga á mig
Damir: Það er bara ekkert eðlilega stressandi
Arnór Sveinn: Við þurfum bara að vera sannir okkur
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
   fim 30. maí 2024 20:57
Haraldur Örn Haraldsson
Tryggvi Hrafn: Búið að sitja aðeins í manni að klára ekki færin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Tryggvi Hrafn Haraldsson leikmaður Vals skoraði 2 mörk í dag í 5-1 sigri gegn Stjörnunni. Hann var svo í viðtali eftir leik og var ánægður með úrslit kvöldsins.


Lestu um leikinn: Valur 5 -  1 Stjarnan

„Ég er bara virkilega sáttur með þessi 3 stig og að vinna einn leik svona sannfærandi, sem er kannski ekki búiðn að vera mikið af. Skora 5 mörk og ég sjálfur 2. Ég er virkilega sáttur."

Tryggvi skoraði sín fyrstu mörk á tímabilinu í kvöld en það hefur ekki gengið vel að setja boltan í netið hjá honum. Hann virkaði þó með meira sjálfstraust í þessum leik.

„Það er búið að sitja aðeins í manni að maður er ekki búinn að vera klára færin. Maður þarf bara að passa sig að hugsa ekki of mikið um það og bara núllstilla sig. Bara gott að ég náði tveimur í dag."

Tryggvi hefur fengið töluverða gagnrýni fyrir sínar frammistöður hingað til. Hann segir þó að það hafi ekki mikil áhrif á hann.

„Ég reyni að forða mér frá henni (gagnrýninni) eins og ég get og hugsa um sjálfan mig. Ég veit það mæta vel að ég get gert betur sjálfur og það er það sem skiptir máli."

Valur mætir erkiféndum sínum KR næst og má búast við hörkuleik þar.

„Mér finnst alltaf mjög gaman að spila á móti KR og öllum Völsurum. Við vitum að þetta skiptir þá miklu máli og þetta eru svona skemmtilegustu leikirnir alltaf á hverju sumri. Það er yfirleitt góð mæting, mikill hiti og góð skemmtun þannig að ég hlakka til."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner