Haaland verður með riftunarákvæði - Real Madrid ætlar að fá Saliba - Antony til Newcastle?
   þri 30. júlí 2024 11:16
Elvar Geir Magnússon
Víkingur fer til Albaníu án fyrirliðans
Nikolaj Hansen, fyrirliði Víkings.
Nikolaj Hansen, fyrirliði Víkings.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Gunnlaugsson.
Arnar Gunnlaugsson.
Mynd: Getty Images
Danski sóknarmaðurinn Nikolaj Hansen, fyrirliði Víkings, verður ekki með í seinni leiknum gegn albönsku meisturunum í Egnatia í 2. umferð forkeppni Sambandsdeildarinnar.

Hansen haltraði af velli í 5-1 sigri Víkings gegn HK og ljóst er að meiðslin eru það slæm að hann getur ekki tekið þátt í leiknum í Albaníu á fimmtudagskvöld.

Egnatia vann útisigir í Fossvoginum 1-0 í fyrri leiknum og því erfitt verkefni sem bíður Víkings að snúa dæminu við í seinni leiknum.

Leika í Shköder
Heimavöllur Egnatia uppfyllir ekki skilyrði í Evrópukeppni. Hann tekur 2.200 áhorfendur og er ekki löglegur og því verður leikið í Shköder, á sama velli og Valur vann frækinn 4-0 sigur gegn Vllaznia á dögunum.

„Þetta er bara virkilega svekkjandi, þetta er virkilega stór brekka þessa dagana," sagði Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkings eftir tapið í fyrri leiknum.

„Fullt kredit á strákana, mér fannst þeir vera að reyna, við vorum að berjast, og berjast, og berjast en augljóslega er eitthvað 'off'. Hlutirnir eru ekki alveg að ganga upp. Í fyrri hálfleik var aðeins of mikið af tæknifeilum, við vorum að missa boltann í góðum leikstöðum, og vorum að bjóða upp á skyndisóknum þeirra upp á góðan dans, sem þeir þrífast svolítið á."
Athugasemdir
banner
banner
banner