Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
   lau 28. september 2024 22:25
Brynjar Ingi Erluson
Marca: Velkominn í La Liga, Óskarsson
Orri Steinn Óskarsson fagnaði vel og innilega
Orri Steinn Óskarsson fagnaði vel og innilega
Mynd: Getty Images
Orri Steinn Óskarsson komst á blað með Real Sociedad í fyrsta sinn er hann skoraði tvennu í 3-0 sigri liðsins á Valencia á heimavelli í kvöld.

Landsliðsmaðurinn fór hægt af stað og náði ekki að koma að marki í fyrstu fjórum deildarleikjum sínum.

Honum til varnar var allt liðið að spila langt undir getu og því lítið við hann að sakast, en hlutirnir smullu saman í kvöld.

Orri kom inn af bekknum og skoraði tvö keimlík mörk á fjærstönginni.

„Velkominn í La Liga, Óskarsson,“ skrifaði spænska blaðið Marca á heimasíðu sinni og gaf honum tvær stjörnur fyrir innkomuna. Alls fengu átta leikmenn úr Sociedad tvær stjörnur.

Liðsfélagar Orra fögnuðu honum eftir leikinn og gáfu honum fimmu fyrir að hafa skorað fyrsta mark sitt í deildinn eins og sjá má í myndbandinu hér fyrir neðan


Athugasemdir
banner
banner