Gomes gríðarlega eftirsóttur - Liverpool og Man Utd með í kappinu um Guéhi - Liverpool missir af Gordon og skoðar Adeyemi - Barca vill losna við De...
   lau 28. september 2024 23:03
Brynjar Ingi Erluson
Meiðsli Kane ekki af alvarlegum toga - Líklega með gegn Aston Villa
Mynd: Getty Images
Harry Kane, leikmaður Bayern München, meiddist á ökkla í 1-1 jafntefli liðsins gegn Bayer Leverkusen í dag, en óttast var að hann yrði lengi frá.

Amine Adli fór í tæklingu á Kane á lokamínútum leiksins sem neyddi Vincent Kompany til að skipta honum af velli.

Eftir leikinn sagði Kane við fjölmiðla að meiðslin væru ekki alvarleg og að hann myndi líklega ná leiknum gegn Aston Villa í Meistaradeildinni en sá leikur fer fram á miðvikudag.

Kompany sagðist vera vongóður um þann möguleika.

„Ég er ekki læknir, en vonandi verður hann klár fyrir miðvikudag,“ sagði Kompany.

Kane hefur skorað 10 mörk og gefið fimm stoðsendingar í sjö leikjum á tímabilinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner