Gomes gríðarlega eftirsóttur - Liverpool og Man Utd með í kappinu um Guéhi - Liverpool missir af Gordon og skoðar Adeyemi - Barca vill losna við De...
   lau 28. september 2024 21:27
Brynjar Ingi Erluson
Slot um Konate: Kannski gleymdi hann því
Arne Slot
Arne Slot
Mynd: EPA
Ibrahima Konate skoraði mark en gerði líka slæm mistök
Ibrahima Konate skoraði mark en gerði líka slæm mistök
Mynd: EPA
Slot hrósaði Klopp
Slot hrósaði Klopp
Mynd: EPA
Arne Slot og hans menn í Liverpool verma toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar eftir að hafa unnið Wolves 2-1 á Molineux-leikvanginum í dag.

Liverpool hefur byrjað vel undir stjórn Slot og er liðið með fimmtán stig úr sex leikjum.

Ibrahima Konate skoraði fyrra mark Liverpool í leiknum í dag, en gerði síðan slæm mistök sem kostaði mark snemma í síðari hálfleik. Stuttu eftir mistökin gerði Mohamed Salah sigurmarkið úr vítaspyrnu.

„Mér fannst við ekki byrja vel, en við verðum að hrósa Wolves og Gary O'Neil. Þeir mættu með gott leikplan og við áttum í vandræðum fyrstu tuttugu mínúturnar, en eftir það náðum við stjórn á leiknum. Þeir voru að ofhlaða með mjög marga leikmenn á hægri vængnum.“

„Yfirleitt reynum við að pressa með Salah aðeins framar, en stundum er þetta ekki um taktík heldur hversu grimmur þú ert í pressunni og hversu sterkur þú ert í einvígum. Við gerðum betur í seinni hálfleiknum, með orku og ákefð sem var mun meiri.“

„Við þurfum stundum að sýna meiri þolinmæði gegn liðum sem spila lágvörn. Ég er ekki að segja að Wolves hafi spilað þannig, en við vorum þolinmóðir og héldum boltanum á hreyfingu og biðum eftir rétta augnablikinu,“
sagði Slot.

Eftir leikinn var það Konate sem fékk það hlutverk að veita Ryan Gravenberch verðlaunin fyrir besta mann leiksins, en Frakkinn skaut á Sky Sports og taldi sig hafa verðskuldað verðlaunin. Hann spurði hver það væri sem sæi um valið, en Slot var spurður út í þetta atvik.

„Konate? Hann hefur kannski gleymt augnablikinu þegar við fengum á okkur markið. Það var ástæðan fyrir því að við fengum á okkur markið, að hann hafi ekki verið mættur og það hefði alveg verið hægt að koma í veg fyrir það.“

Slot var spurður hvort Liverpool ætlaði sér að vera með í titilbaráttunni í ár, en hann var nokkuð hógvær í svörum sínum.

„Ég reyni alltaf að vera raunsær. Vinna Jürgen hefur verið ótrúleg og allir vita það. Það eru tvö ár síðan liðið spilaði síðast í Meistaradeildinni og þá hafnaði liðið í 5. sæti. Núna þurfum við að sanna það að við getum veitt samkeppni í Meistaradeildinni og í ensku úrvalsdeildinni,“ sagði hann enn fremur.
Athugasemdir
banner
banner