Gomes gríðarlega eftirsóttur - Liverpool og Man Utd með í kappinu um Guéhi - Liverpool missir af Gordon og skoðar Adeyemi - Barca vill losna við De...
   lau 28. september 2024 20:02
Brynjar Ingi Erluson
Arteta útskýrir mál sitt - „Get ekki stjórnað því ef einhver vill skemma sambandið“
Mikel Arteta og Pep Guardiola
Mikel Arteta og Pep Guardiola
Mynd: Getty Images
Mikel Arteta, stjóri Arsenal, hefur svarað fyrir ummæli sín sem hann lét falla eftir 2-2 jafntefli gegn Manchester City síðustu helgi, en hann var beðinn um að útskýra betur hvað hann meinti þegar hann sagðist vita ýmislegt um Man City.

Arteta sagðist hafa allar upplýsingar um sína gömlu félaga og fóru blaðamenn að velta ummælunum fyrir sér.

Einhverjir töldu hann vera að ýja að því að hann vissi eitthvað um brot Man City á fjármálareglum deildarinnar, en það var alls ekki það sem hann meinti.

Pep Guardiola, stjóri Man City, og góðvinur Arteta til margra ára óskaði eftir því að Arteta væri skýrari í svörum sínum og hefur hann nú útskýrt mál sitt.

„Okei, ég get endurtekið orð mín. Ég elska Pep og hef dáðst að honum síðan ég var 10 ára gamall. Ég ber ómælda virðingu fyrir honum og er svo þakklátur fyrir allt sem hann hefur gert og lít ég á hann sem vin. Þegar ég tala um að ég viti hvaða þýðingu þetta hefur þá er ég að meina hversu mikla vinnu þeir leggja á sig.“

„Ástæðan fyrir því að þeir eru þarna er því þeir viðhalda hungrinu. Ég get ekki verið skýrari en það. Ég get ekki stjórnað því ef einhver vill skemma sambandið. Fyrir mér er snýst íþróttin um viljann til að vinna og þeir eru með þann vilja, þó þeir hafi unnið meira en allir aðrir. Vonandi er þetta nógu skýrt,“
sagði Arteta.
Athugasemdir
banner
banner
banner