Gomes gríðarlega eftirsóttur - Liverpool og Man Utd með í kappinu um Guéhi - Liverpool missir af Gordon og skoðar Adeyemi - Barca vill losna við De...
banner
   lau 28. september 2024 22:00
Brynjar Ingi Erluson
Júlíus hafði betur í Íslendingaslag
Júlíus og félagar í Fredrikstad eru að gera góða hluti
Júlíus og félagar í Fredrikstad eru að gera góða hluti
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Júlíus Magnússon, fyrirliði Fredrikstad, átti flottan leik er lið hans vann Svein Aron Guðjohnsen og félaga hans í Sarpborg, 1-0, í norsku úrvalsdeildinni í kvöld.

Miðjumaðurinn lék allan leikinn og fékk 7,2 í einkunn. en Sveinn Aron hafði ekki úr miklu að moða í fremstu víglínu hjá Sarpsborg áður en honum var skipt af velli á 78. mínútu.

Fredrikstad, sem er nýliði í deildinni, hefur spilað frábærlega á tímabilinu og er sem stendur í 5. sæti með 40 stig þegar sex umferðir eru eftir.

Sarpsborg er á meðan í 12. sæti með 26 stig.

Hólmbert Aron Friðjónsson kom þá inn af bekknum hjá Preussen Münster sem tapaði fyrir Schalke, 2-1, í þýsku B-deildinni. Hólmbert hefur ekki enn byrjað leik þrátt fyrir að hafa skorað tvö mörk sem varamaður í fyrstu tveimur leikjum sínum með liðinu.

Liðið er í 15. sæti með aðeins 5 stig úr sjö leikjum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner