Gomes gríðarlega eftirsóttur - Liverpool og Man Utd með í kappinu um Guéhi - Liverpool missir af Gordon og skoðar Adeyemi - Barca vill losna við De...
banner
   lau 28. september 2024 19:04
Brynjar Ingi Erluson
2. deild kvenna: Haukar tóku á móti bikarnum - KR upp um deild
Haukar unnu deildina sannfærandi
Haukar unnu deildina sannfærandi
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
KR-ingar fara upp
KR-ingar fara upp
Mynd: Mummi Lú
Haukar tóku í dag á móti bikarnum eftir að hafa unnið 2. deild kvenna en liðið hélt upp á það með því að vinna öruggan 3-0 sigur á Völsungi í lokaumferðinni. KR fer upp með Haukum eftir að hafa lagt Einherja að velli, 2-1, á KR-velli.

Haukaliðið átti stórkostlegt tímabil með marga unga leikmenn innanborðs.

Eftir öfluga baráttu framan af tímabilinu tókst liðinu að stinga KR og Völsung af og tryggja sér deildarmeistaratitilinn og um leið sæti í Lengjudeildina.

Elín Björg Norðfjörð Símonardóttir var markahæst í deildinni með 27 mörk og var Halla Þórdís Svansdóttir, sem gerði tvö mörk í dag, með 17 mörk.

Haukar unnu deildina á átta stigum eða með 53 stig og fór bikarinn á loft á BIRTU-vellinum í dag við mikinn fögnuð heimakvenna.

KR-ingar fylgja Haukum upp í Lengjudeildina eftir 2-1 sigur liðsins á Einherja.

Einherji komst í forystu en Makayla Soll og Anna María Bergþórsdóttir tryggðu sigur KR-inga.

KR þurfti ekki sigur þar sem Völsungur tapaði fyrir Haukum, en engu að síður frábær leið til að klára tímabilið.

Úrslit og markaskorarar:

KR 2 - 1 Einherji
0-1 Karólína Dröfn Jónsdóttir ('21 )
1-1 Makayla Soll ('42 )
2-1 Anna María Bergþórsdóttir ('61 )

Haukar 3 - 0 Völsungur
1-0 Rut Sigurðardóttir ('47 )
2-0 Halla Þórdís Svansdóttir ('61 )
3-0 Halla Þórdís Svansdóttir ('77 )
2. deild kvenna - A úrslit
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Haukar 20 17 2 1 86 - 24 +62 53
2.    KR 20 14 3 3 66 - 23 +43 45
3.    Völsungur 20 13 3 4 59 - 21 +38 42
4.    ÍH 20 8 3 9 63 - 48 +15 27
5.    Einherji 20 7 3 10 34 - 40 -6 24
Athugasemdir
banner
banner