Gomes gríðarlega eftirsóttur - Liverpool og Man Utd með í kappinu um Guéhi - Liverpool missir af Gordon og skoðar Adeyemi - Barca vill losna við De...
banner
   lau 28. september 2024 20:50
Brynjar Ingi Erluson
Ítalía: Juventus ekki í vandræðum með Genoa - Tíu leikmenn Bologna fengu á sig jöfnunarmark í lokin
Dusan Vlahovic átti frábæran leik
Dusan Vlahovic átti frábæran leik
Mynd: Getty Images
Thiago Motta og hans menn í Juventus unnu sannfærandi 3-0 sigur á Genoa í Seríu A í dag.

Serbneski framherjinn Dusan Vlahovic heldur áfram að spila vel en hann skoraði tvö fyrir Juve í dag.

Hann er nú kominn með fjögur mörk á tímabilinu í liði Juventus sem er á toppnum með 12 stig.

Tíu leikmenn Bologna gerðu 1-1 jafntefli við Atalanta á heimavelli.

Santiago Castro skoraði mark Bologna á fyrstu mínútu síðari hálfleiks, en nokkrum mínútum síðar var kólumbíski varnarmaðurinn Jhon Lucumi rekinn af velli í liði Bologna.

Heimamenn reyndu eins og þeir gátu að halda út, en þegar lítið var eftir kom jöfnunarmark Bologna. Lazar Samardzic gerði markið en mínútu áður átti hann tilraun sem hafnaði í stönginni.

Hann var nálægt því að gera sigurmarkið í uppbótartíma en þá sá Lukasz Skorupski við honum.

Lokatölur 1-1 Atalanta og Bologna eru hlið við hlið í 9. og 10. sæti deildarinnar með 7 stig.

Úrslit og markaskorarar:

Bologna 1 - 1 Atalanta
1-0 Santiago Castro ('46 )
1-1 Lazar Samardzic ('90 )
Rautt spjald: Jhon Lucumi, Bologna ('52)

Genoa 0 - 3 Juventus
0-1 Dusan Vlahovic ('48 , víti)
0-2 Dusan Vlahovic ('55 )
0-3 Francisco Conceicao ('89 )
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Juventus 6 3 3 0 9 0 +9 12
2 Milan 6 3 2 1 14 7 +7 11
3 Inter 6 3 2 1 13 7 +6 11
4 Torino 5 3 2 0 8 5 +3 11
5 Napoli 5 3 1 1 9 4 +5 10
6 Udinese 6 3 1 2 9 10 -1 10
7 Empoli 5 2 3 0 5 2 +3 9
8 Lazio 5 2 1 2 9 8 +1 7
9 Atalanta 6 2 1 3 11 12 -1 7
10 Bologna 6 1 4 1 7 9 -2 7
11 Roma 5 1 3 1 5 3 +2 6
12 Verona 5 2 0 3 8 8 0 6
13 Fiorentina 5 1 3 1 7 7 0 6
14 Parma 5 1 2 2 8 9 -1 5
15 Como 5 1 2 2 6 9 -3 5
16 Genoa 6 1 2 3 4 10 -6 5
17 Lecce 6 1 2 3 3 11 -8 5
18 Venezia 5 1 1 3 3 8 -5 4
19 Monza 5 0 3 2 4 6 -2 3
20 Cagliari 5 0 2 3 1 8 -7 2
Athugasemdir
banner
banner