Gomes gríðarlega eftirsóttur - Liverpool og Man Utd með í kappinu um Guéhi - Liverpool missir af Gordon og skoðar Adeyemi - Barca vill losna við De...
banner
   lau 28. september 2024 21:43
Brynjar Ingi Erluson
Tap í fyrsta leik Söru Bjarkar í Sádi-Arabíu
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Sara Björk Gunnarsdóttir lék sinn fyrsta deildarleik með Al Qadsiah er liðið tapaði fyrir Al Ittihad, 2-1, í fyrstu umferðinni í Sádi-Arabíu í dag.

Fyrrum landsliðsfyrirliðinn samdi við Al Qadisah í sumar eftir að hafa spilað með Juventus á Ítalíu.

Á síðasta tímabili hafnaði Al Qadisah í 4. sæti í átta liða deild og ákvað að styrkja leikmannahópinn fyrir átökin þetta tímabilið.

Sara Björk var stjörnuleikmaðurinn sem félagið samdi við en hún lék sinn fyrsta deildarleik í dag.

Hún byrjaði á miðsvæðinu í 2-1 tapi en næst mætir liðið ríkjandi meisturum Al Nassr.

Deildin var sett á laggirnar árið 2022 og hefur Al Nassr unnið hana í bæði skiptin.
Athugasemdir
banner
banner
banner