Chelsea og West Ham fylgjast með Durán
Óðinn skoraði í sínum fyrsta leik: Ég hafði alltaf trú á því að ég myndi skora
Rúnar: Ég er drullufúll út í okkur í dag
Óskar Hrafn: Ein besta frammistaða sem ég hef séð Benó eiga í KR treyju
Anton Ari: Hundleiðinlegt að segja þetta en það er dagsatt
Benoný Breki með fernu: Alltaf gaman að fá að taka fótboltann heim
Eyjólfur Héðins: Hafði það ekki á tilfinningunni
Kjartan Henry: Enn eitt klaufamarkið sem við fáum á okkur
Jóhann Kristinn: Sennilega ekki spurning hvernig þessi deild endar ef þær ná því upp aftur
Óli Kristjáns: Það kemur mjög sterkt frá þeim sjálfum
Ómar Ingi ósáttur: Of margir slökktu á sér
Sandra María: Við eigum að klára svona leiki
Andri Rúnar: Líkaminn ekki verið betri síðustu 2-3 árin
Davíð Smári: Upp úr þessu agaleysi skapaðist einhver vitleysa
„Við erum að fara í Bestu!"
Haraldur Freyr eftir tap gegn Aftureldingu: Lífið heldur áfram
Sigurpáll skoraði eina mark leiksins: Trúði þessu varla sjálfur
John Andrews: Hefði bitið af þér hendina
Pétur: Þetta er það sem við vildum
Heiða Ragney: Spennandi að þetta verði úrslitaleikur
Margrét Brynja: Alltaf gaman að koma hingað
banner
   sun 29. september 2024 16:58
Elíza Gígja Ómarsdóttir
Óli Kristjáns: Það kemur mjög sterkt frá þeim sjálfum
Óli Kristjáns, þjálfari Þróttar
Óli Kristjáns, þjálfari Þróttar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„0-0 leikur, bæði liðin að reyna og þetta sveiflaðist fram og til baka. Ég er ánægður með það, við erum búin að spila tvo leiki við Þór og þar hefur sóknarlínan þeirra, og sérstaklega Sandra María, farið illa með okkur. Mér fannst við díla vel við hana, og þær. Og svo hérna í lokinn fáum við möguleika og nýtum þá ekki. 0-0, ekkert mark, hundfúlt en ásættanleg úrslit“ sagði Ólafur Helgi Kristjánsson, þjálfari Þróttar, eftir markalaust jafntefli gegn Þór/KA á heimavelli í dag. 


Lestu um leikinn: Þróttur R. 0 -  0 Þór/KA

„Ég held að ef að annað hvert liðið hefði skorað þá hefði það verið rosalega súr tilfinning þeim megin sem tapið hefði lent. Þetta var jafn leikur, barningur en bæði lið að reyna. Það sveiflaðist aðeins hérna í restina“ hélt hann svo áfram. 

Þróttur situr í fimmta sætinu þegar einn leikur er eftir af mótinu og hefur að engu að keppa. Aðspurður hvort að það sé erfitt að hvetja leikmenn áfram í leiki sem í raun skipta engu máli segir hann: „Ég verð að segja, nú er ég í fyrsta skiptið með stelpur að þjálfa og ég er alveg hrikalega ánægður með hvað þær sjálfar eru góðar að hvetja sig í það að spila þessa leiki upp á lítið annað heldur en heiðurinn og auðvitað að fá fleiri stig og það hefur ekkert verið flókið fyrir mig sem þjálfara að stíga inn í það því að það kemur mjög sterkt frá þeim sjálfum.“

Viðtalið við Óla má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan. 


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner