Gomes gríðarlega eftirsóttur - Liverpool og Man Utd með í kappinu um Guéhi - Liverpool missir af Gordon og skoðar Adeyemi - Barca vill losna við De...
   lau 28. september 2024 21:11
Brynjar Ingi Erluson
Spánn: Stór ákvörðun Flick kostaði Barcelona
Hansi Flick geymdi tvo
Hansi Flick geymdi tvo
Mynd: EPA
Osasuna 4 - 2 Barcelona
1-0 Ante Budimir ('18 )
2-0 Bryan Zaragoza ('28 )
2-1 Pau Victor ('53 )
3-1 Ante Budimir ('72 , víti)
4-1 Abel Bretones ('85 )
4-2 Lamine Yamal ('89 )

Barcelona tapaði óvænt fyrir Osasuna, 4-2, í Pamplona í La Liga í kvöld.

Hansi Flick, þjálfari Börsunga, var djarfur í liðsvali sínu með því að byrja með Lamine Yamal og Raphinha á bekknum, tvo af bestu leikmönnum liðsins á leiktíðinni.

Þá var Flick neyddur til þess að hafa Inaki Pena, varamarkvörð liðsins, í markinu, en hann er að spila í stað Marc-andre ter Stegen sem verður frá út tímabilið eftir að hafa slitið krossband.

Ante Budimir og Bryan Zaragoza skoruðu tvö mörk á tíu mínútum í fyrri hálfleik. Budimir skoraði eftir fyrirgjöf Zaragoza á 18. mínútu og skoraði Zaragoza annað markið á 28. mínútu er hann fékk sendingu í gegn, fór framhjá Pena í markinu og skoraði.

Pau Victor minnkaði muninn snemma í síðari hálfleik og nokkrum mínútum síðar komu þeir Yamal og Raphinha inn á.

Budimir bætti við þriðja marki Osasuna úr vítaspyrnu á 72. mínútu eftir að Nico Dominguez braut af sér í teignum. Abel Bretones gerði fjórða markið með laglegu skoti fyrir utan teig þegar fimm mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma.

Spænska undrabarnið Yamal minnkaði muninn fyrir Barcelona með stórkostlegu marki á lokamínútunum. Hann fékk boltann rétt fyrir utan teig og hamraði honum í samskeytin hægra megin.

Barcelona er á toppnum með 21 stig, en gaf þarna erkifjendum sínum í Real Madrid möguleika á því að komast nær, en fjögur stig skilja liðin að. Osasuna er í 6. sæti með 14 stig.
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Barcelona 8 7 0 1 25 9 +16 21
2 Real Madrid 7 5 2 0 16 5 +11 17
3 Atletico Madrid 7 4 3 0 11 3 +8 15
4 Mallorca 8 4 2 2 8 6 +2 14
5 Villarreal 7 4 2 1 14 14 0 14
6 Osasuna 8 4 2 2 12 13 -1 14
7 Athletic 7 4 1 2 11 7 +4 13
8 Vallecano 8 2 4 2 9 8 +1 10
9 Alaves 8 3 1 4 11 12 -1 10
10 Betis 7 2 3 2 7 7 0 9
11 Celta 7 3 0 4 14 14 0 9
12 Real Sociedad 8 2 2 4 6 7 -1 8
13 Girona 7 2 2 3 8 10 -2 8
14 Sevilla 7 2 2 3 7 9 -2 8
15 Getafe 8 1 4 3 5 6 -1 7
16 Leganes 8 1 4 3 5 9 -4 7
17 Espanyol 7 2 1 4 7 11 -4 7
18 Valencia 8 1 2 5 5 13 -8 5
19 Valladolid 8 1 2 5 4 17 -13 5
20 Las Palmas 7 0 3 4 8 13 -5 3
Athugasemdir
banner
banner
banner