Chiesa í skiptum fyrir Greenwood? - David til Chelsea - Buðu Palace að fá Olise aftur á láni - Slot skoðar Minteh - Varane til Miami
Axel Óskar um Gregg Ryder: Ég sé rosalega á eftir honum
Arnar Gunnlaugs: Fegurðin í fótboltanum er að 1-0 yfir er ekki neitt
Pálmi Rafn: Ég væri klárlega til í að taka við liðinu
Viktor Helgi: Vonandi aðeins fleiri sokkar sem fólk þarf að borða
Jökull: Erum töluvert sterkari úti á vellinum en það er fleira sem telur
Ómar: Þvælan er að hleypa þeim inn í þetta - Varð bara sætara fyrir vikið
Sigga fannst sínir menn litlir: Þurfa að svara fyrir það á miðvikudag
Skælbrosti eftir sætan sigur á Akureyri - „Það var bara geðveikt"
Vildi ekki taka allt kreditið eftir sigur Leiknis: Erum allir hetjur
Pétur um viðbrögðin eftir pistilinn: Það var góður panell á Víkingsvellinum
Tekur undir með Pétri - „Það geta allir tekið til sín“
„Þegar þetta tæki hittir boltann þá er eins og hleypt sé af skoti”
Gunnar Magnús: Hún veit það best sjálf að hún gat gert betur
Óli Kristjáns: Sáttur við seigluna
Alltaf langað að spila fyrir Þór/KA - „Sérstaklega gaman að skora fyrir félagið"
Kristján Guðmunds: Tökum ekki réttar ákvarðanir
J. Glenn: Í dag að spila á leikmönnum úr þriðja flokki
Bryndís Rut: Ekkert óvanar því að ferðast og erum ekkert að kvarta
Ísak segir sögurnar ekki réttar - „Fullsnemmt að pakka saman í töskur og fara heim"
Best í Mjólkurbikarnum: Fyrsta tímabilið í atvinnumennsku
   fös 31. maí 2024 22:03
Anton Freyr Jónsson
Magnús Már: Viltu ekki að ég gefi þér hann á DVD eða?
Lengjudeildin
Magnús Már fer brosandi á koddann í kvöld.
Magnús Már fer brosandi á koddann í kvöld.
Mynd: Raggi Óla

„Ekki spurning, gríðarlega mikilvægur sigur og langþráður aðallega. Við erum búnir að vera bíða eftir þessu og hérna bara mjög lengi frá því að mótið byrjaði." sagði sáttur Mafgnús Már Einarsson þjálfari Aftureldingar eftir 1-0 sigurinn á Leikni Reykjavík á Domusnovavellinum í kvöld.


Lestu um leikinn: Leiknir R. 0 -  1 Afturelding

„Við eurm. búnir að standa okkur ágætlega í þessum leikjum og ég er nokkuð ánægður með spilamennskuna heilt yfir í leikjunum hingað til og var líka ánægður með strákanna í dag. Það var mikið hjarta í þessu, héldum hreinu og mark eftir fast leikatriði til að klára þetta þannig bara geggjað."

Leikurinn í kvöld á Domusnovavellinum í kvöld var ekki beint spennandi fyrir áhofendur en þetta var gríðarlega lokaður leikur. Magnús Már Einarsson var ekki sammála Fréttamanni Fótbolta.net á vellinum í kvöld að leikurinn hafi veirð lokaður og undirritaður myndi ekki horfa á leikinn aftur og grínaðist Magnús Már aðeins.

„Viltu ekki að ég gefi þér hann á DVD eða? Viltu ekki fá eintak? Nei ég er ekki sammála því samt mér fannst alveg fín færi, það voru færi á báða boga, þeir hefðu geta skorað á okkur í báðum hálfleikum og við hefðum geta skorað á þá í báðum hálfleikjum. Mér fannst við nú kannski stýra leiknum aðeins meira og fá fleiri allaveganna stöður og færi en þannig ég er sammála því. Þú hefur ekki fengið mörkin en þá fékkstu allaveganna eitthvað af færum."

Hvað gefur þessi sigur liðinu? 

„Bara gríðarlega mikið, ógeðslega sætt að sjá þetta mark í lokin. Við höfðum trú allan tíman og þetta var frábær liðsheild og það var gríðarleg sætt að sjá boltann fara í netið hjá Oliver, frábært skot og bara erfiður útivöllur sem við erum á. Leiknir er öflugt lið, vel þjálfað og það er gott að koma hingað og ná þessum þremur stigum og núna þurfum við að fylgja þessu eftir, við viljum meira!"

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvrpinu hér að ofan.





Athugasemdir
banner
banner