Chiesa í skiptum fyrir Greenwood? - David til Chelsea - Buðu Palace að fá Olise aftur á láni - Slot skoðar Minteh - Varane til Miami
Axel Óskar um Gregg Ryder: Ég sé rosalega á eftir honum
Arnar Gunnlaugs: Fegurðin í fótboltanum er að 1-0 yfir er ekki neitt
Pálmi Rafn: Ég væri klárlega til í að taka við liðinu
Viktor Helgi: Vonandi aðeins fleiri sokkar sem fólk þarf að borða
Jökull: Erum töluvert sterkari úti á vellinum en það er fleira sem telur
Ómar: Þvælan er að hleypa þeim inn í þetta - Varð bara sætara fyrir vikið
Sigga fannst sínir menn litlir: Þurfa að svara fyrir það á miðvikudag
Skælbrosti eftir sætan sigur á Akureyri - „Það var bara geðveikt"
Vildi ekki taka allt kreditið eftir sigur Leiknis: Erum allir hetjur
Pétur um viðbrögðin eftir pistilinn: Það var góður panell á Víkingsvellinum
Tekur undir með Pétri - „Það geta allir tekið til sín“
„Þegar þetta tæki hittir boltann þá er eins og hleypt sé af skoti”
Gunnar Magnús: Hún veit það best sjálf að hún gat gert betur
Óli Kristjáns: Sáttur við seigluna
Alltaf langað að spila fyrir Þór/KA - „Sérstaklega gaman að skora fyrir félagið"
Kristján Guðmunds: Tökum ekki réttar ákvarðanir
J. Glenn: Í dag að spila á leikmönnum úr þriðja flokki
Bryndís Rut: Ekkert óvanar því að ferðast og erum ekkert að kvarta
Ísak segir sögurnar ekki réttar - „Fullsnemmt að pakka saman í töskur og fara heim"
Best í Mjólkurbikarnum: Fyrsta tímabilið í atvinnumennsku
   fös 31. maí 2024 20:26
Brynjar Ingi Erluson
Þreytandi dómgæsla í Austurríki - „Dæmt á allt sem við gerðum“
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bakvörðurinn Guðný Árnadóttir var ágætlega sátt með stigið sem íslenska landsliðið fékk í 1-1 jafnteflinu gegn Austurríki í undankeppni Evrópumótsins í Ried í dag.

Lestu um leikinn: Austurríki 1 -  1 Ísland

Íslenska liðið fékk góð færi til að skora urmul af mörkum en þetta datt ekki alveg með liðinu.

Ísland lenti undir í fyrri hálfleiknum er Alexandra Jóhannsdóttir gerðist brotleg en Glódís Perla Viggósdóttir jafnaði úr víti fimmtán mínútum fyrir lok venjulegs leiktíma.

„Mér líður bara allt í lagi með þetta núna eftir að hafa komið til baka. Auðvitað líður manni betur en að missa niður eitthvað forskot, en held að þetta hafi verið bara allt í lagi. Góður seinni hálfleikur þannig við getum tekið það með okkur í næsta leik,“ sagði Guðný við Fótbolta.net.

Dómgæslan var furðuleg á köflum. Leikurinn fékk ekki að rúlla og voru aukaspyrnur dæmdar við minnstu snertingu. Það fór í taugarnar á leikmönnum og var Guðný þar með talin, en hún fékk að líta gula spjaldið fyrir að sparka boltanum í burtu.

„Já, ég var aldrei eitthvað stressuð. Þetta var skrítinn leikur, það var alltaf verið að stoppa. Aukaspyrnur og við stóðum í línu að verjast aukaspyrnum allan leikinn, sérstakur leikur, en aldrei hræddar við að fá á okkur mark. Í lokin hefði ég viljað fá þetta sigurmark en það kemur í næsta leik.“

„Ég lét það aðeins fara í hausinn á mér og nældi mér í heimskulegt gult spjald. Ég verð að passa upp á að það gerist ekki en þetta var orðið svolítið þreytandi. Leikurinn gekk voða lítið. Það var dæmt á allt sem við gerðum en það er bara þannig stundum.“


Ólöf Sigríður Kristinsdóttir fékk gott færi til að landa sigrinum fyrir Ísland undir lokin en markvörður heimakvenna varði vel. Eins og áður kom fram fékk Ísland færin til að vinna leikinn en boltinn vildi bara ekki inn.

„Algerlega. Skallinn hjá Ollu var mjög nálægt og fleiri færi þar sem við hefðum algerlega getað unnið en það verður að bíða þangað til næst.“

Þjóðirnar eigast aftur við á þriðjudag en þá er spilað á Laugardalsvelli. Guðný er spennt fyrir þeim leik.

„Mér fannst þetta mjög jákvætt og sérstaklega þar sem við eigum heimaleikinn eftir á móti sama liði. Ég er bjartsýn fyrir það.“

„Mjög spennt og verður ótrúlega gaman. Vonandi mætir fólk á völlinn og býr til alvöru stemningu á þessum leik,“
sagði Guðný en hún talaði einnig um tímann hjá sænska félaginu Kristianstad í viðtalinu hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner