Chiesa í skiptum fyrir Greenwood? - David til Chelsea - Buðu Palace að fá Olise aftur á láni - Slot skoðar Minteh - Varane til Miami
   fös 31. maí 2024 11:17
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Tvær ástæður fyrir því að Pálmi Rafn er númer 80
Úr leiknum í gær.
Úr leiknum í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Pálmi Rafn er tvítugur markvörður.
Pálmi Rafn er tvítugur markvörður.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Pálmi Rafn Arinbjörnsson varði mark Víkings í stórleiknum gegn Breiðabliki í gær. Pálmi átti góðan leik í markinu og varði nokkrum sinnum vel.

Þetta var annar deildarleikur hans í sumar, hann er varamarkvörður fyrir Ingvar Jónsson en Ingvar var fjarri góðu gamni í gær. Pálmi hefur varið mark Víkings í Mjólkurbikarnum.

Lestu um leikinn: Breiðablik 1 -  1 Víkingur R.

Það vekur athygli að Pálmi spilar í treyju númer 80, ansi há tala. Hvers vegna?

„Það er út af því að ég var númer 80 hjá Wolves, við U21 fengum frekar háar tölur í meistaraflokknum. 80 var talan sem ég var með þar. Þetta er fæðingarár pabba, hann fæddist 1980. Ég hélt mig við það."

„Ég nennti ekki að fara í gamla númerið hans Dodda (Þórðar IngasonarI), vildi fá mína eigin tölu, hugsaði af hverju ekki númer 80 og henti mér í hana,"
sagði Pálmi.

Þórður Ingason var númer 16 hjá Víkingi.

Hann er Njarðvíkingur sem fór ungur að árum til Wolves á Englandi og var þar markvörður varaliðsins áður en hann kom heim í lok síðasta árs og samdi við Víking.
Pálmi Rafn: Smá sjokk að fá að spila þennan leik
Athugasemdir
banner