Eze, Rabiot, Dyche, Howe og miðjumannsleit Liverpool í slúðurpakka dagsins
   lau 31. ágúst 2024 10:33
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Chalobah til Crystal Palace (Staðfest)
Mynd: Crystal Palace
Trevoh Chalobah er mættur til Crystal Palace en hann kemur á láni frá Chelsea út tímabilið á Englandi.

Chalobah er 25 ára varnarmaður sem hefur einnig spilað inn á miðsvæðinu.

Hann er uppalinn hjá Chelsea og braut sér lið inn í aðalliðshóp félagsins fyrir tímabilið 2021/22 og vann strax Ofurbikar Evrópu í fyrsta leik. Alls á hann að baki 80 leiki með aðalliði Chelsea á síðustu þremur tímabilum.

Hann varð sjöundi leikmaðurinn sem Palace fékk í glugganum. Áður voru þeir Chadi Riad, Daichi Kamada, Ismaila Sarr, Maxence Lacroix, Eddie Nketiah og Matt Turner.

Palace greiðir Chelsea ákveðna upphæð til að fá Chalobah á láni, en í samningnum er ekkert kaupákvæði.
Athugasemdir
banner
banner
banner