Eze, Rabiot, Dyche, Howe og miðjumannsleit Liverpool í slúðurpakka dagsins
   lau 31. ágúst 2024 20:40
Brynjar Ingi Erluson
Guardiola um Haaland: Ég á engin orð
Pep Guardiola og Erling Braut Haaland
Pep Guardiola og Erling Braut Haaland
Mynd: EPA
Pep Guardiola, stjóri Manchester City á Englandi, á ekki lengur til lýsingarorðin til að lýsa norska sóknarmanninum Erling Braut Haaland.

Haaland skoraði þrennu annan leikinn í röð er Man City vann 3-1 sigur á West Ham í dag.

Hann er nú kominn með 70 deildarmörk í 69 leikjum síðan hann kom frá Borussia Dortmund fyrir tveimur árum.

„Þetta var opið og við kláruðum ekki stöðurnar sem við sköpuðum okkur. Þegar þeir Bowen, Paqueta og Kudus hlaupa í gegn þá skapast hætta. Gündogan kom inn og þá náðum við aftur stjórn á leiknum.“

„Ég á engin orð til að lýsa honum. Eina sem við getum gert er að láta hann verða betri og betri, og koma eins mörgum boltum inn á hann í teiginn og við getum. Það er það sem við verðum að gera. Við erum þarna og bættum við gæðum.“


Guardiola var ánægður með liðsframmistöðuna.

„Þetta er lið. Þegar þú þarft að hlaupa til baka þá er enginn að spyrja hver þarf að gera það. Það þurfa allir að gera það. Það er frábært fyrir okkur að sjá Erling gera það.“

Leikurinn var sérstakur fyrir Guardiola sem var að mæta góðvini sínum, Julen Lopetegui.

„Hann er náinn vinur minn og einn af ótrúlegustu þjálfurum sem ég hef hitt. Allir stjórar hafa byrjað vel á fyrsta tímabili en við unnum ekkert. Það er bara tímaspursmál hvenær hann gerir það. Við höfum verið vinir í mörg ár og ég óska honum alls hins besta,“ sagði Guardiola.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner