Erling Haaland var frábær í dag þegar hann skoraði tvennu í sigri Man City gegn Brentford.
Hann hefur ekki átt sjö dagana sæla að undanförnu en fjölskylduvinur hans lést og hafði það mikil áhrif á hann en hann vildi ólmur spila í dag.
„Hann sagði við mig í gær að hann vildi spila. Þetta er styrkurinn hans, maður gleymir persónulega lífinu í 90 mínútur. Þetta hefur verið erfitt fyrir fjölskylduna hans, það er erfitt fyrir alla að missa einhvern á þessum aldri. Hann er niðurlútur í klefanum en við reynum að halda utan um hann," sagði Guardiola.
„Hann var mun hressari í gær og það besta er stundum að vinna vinnuna sína. Hann hefur gert það fullkomlega í mörg ár. Þú gleymir lífinu og þegar það kýlir þig í andlitið, í þessar 90 mínútur."
Athugasemdir