Eze, Rabiot, Dyche, Howe og miðjumannsleit Liverpool í slúðurpakka dagsins
banner
   lau 31. ágúst 2024 23:42
Brynjar Ingi Erluson
Leikjaniðurröðun Meistaradeildarinnar klár - Meistararnir byrja gegn Stuttgart
Real Madrid hefur titilvörnina gegn Stuttgart
Real Madrid hefur titilvörnina gegn Stuttgart
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Liverpool heimsækir AC Milan í fyrstu umferðinni
Liverpool heimsækir AC Milan í fyrstu umferðinni
Mynd: EPA
Evrópumeistarar Real Madrid hefja titilvörnina í Meistaradeildinni gegn þýska liðinu Stuttgart en UEFA opinberaði leikjaniðurröðun deildarkeppninnar í dag.

Nýtt fyrirkomulag er á keppninni í ár. Öll lið spila átta leiki og eru engir riðlar lengur, heldur ein 36 liða deild.

Efstu átta liðin fara beint í 16-liða úrslit en liðin í 9. - 24. sæti fara í umspil.

Real Madrid mun hefja titlvörnina gegn Stuttgart á Santiago Bernabeu.

Manchester City mætir Inter á Etihad-leikvanginum, en þessi lið áttust við í úrslitum keppninnar á síðasta ári. Liverpool heimsækir AC Milan á meðan Arsenal fer til Bergamó og spilar við Atalanta.

Aston Villa mun þá heimsækja Young Boys í Sviss.

Fyrsta umferðin fer fram dagana 17. til 19. september.

Fyrsta umferðin:
Young Boys - Aston Villa
Juventus - PSV
AC Milan - LIverpool
Bayern München - GNK Dinamo
Real Madrid - Stuttgart
Sporting - Lille
Sparta Prag - Salzburg
Bologna - Shakhtar
Celtic - Slovan Bratislava
Club Brugge - Borussia Dortmund
Man City - Inter
PSG - Girona
Feyenoord - Bayer Leverkusen
Rauða stjarnan - Benfica
Mónakó - Barcelona
Atalanta - Arsenal
Atlético Madríd - Leipzig
Brest - Sturm Graz


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner