Eze, Rabiot, Dyche, Howe og miðjumannsleit Liverpool í slúðurpakka dagsins
banner
   lau 31. ágúst 2024 17:29
Brynjar Ingi Erluson
Mikael Neville áfram í banastuði - Birnir skoraði í tapi
Mikael Neville er að eiga frábæra byrjun á tímabilinu
Mikael Neville er að eiga frábæra byrjun á tímabilinu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mikael Neville Anderson var áfram í stuði með danska liðinu AGF er það vann Nordsjælland, 4-2, í dönsku úrvalsdeildinni í dag.

Landsliðsmaðurinn hefur verið í frábæru formi með AGF á tímabilinu og hélt hann áfram á sömu braut gegn Nordsjælland.

AGF var 2-1 undir þegar flautað var til loka fyrri hálfleiks, en Mikael sá um að snúa við taflinu í byrjun síðari með marki og stoðsendingu.

Heimamenn í AGF bættu við fjórða markinu áður en leikurinn var úti og lokatölur því 4-2. AGF er á toppnum í dönsku deildinni með 16 stig eftir sjö leiki.

Birnir Snær Ingason var á skotskónum með Halmstad sem tapaði fyrir Mjällby, 3-1, í sænsku úrvalsdeildinni. Birnir og Gísli Eyjólfsson voru báðir í byrjunarliði Halmstad sem lenti 2-0 undir áður en Birnir minnkaði muninn með hörkumarki. Hann vann baráttu við varnarmann Mjällby og þrumaði honum í netið.

Halmstad er í 13. sæti með 21 stig þegar níu umferðir eru eftir.

Cole Campbell var í byrjunarliði varaliðs Borussia Dortmund sem gerði 1-1 jafntefli við VFL Osna Brück í C-deildinni í Þýskalandi. Dortmund er í 8. sæti með 5 stig.

Brynjólfur Andersen Willumsson kom þá inn af bekknum hjá Groningen sem gerði 1-1 jafntefli við Almere City í hollensku úrvalsdeildinni. Groningen er í 3. sæti með 8 stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner