Eze, Rabiot, Dyche, Howe og miðjumannsleit Liverpool í slúðurpakka dagsins
banner
   lau 31. ágúst 2024 17:37
Brynjar Ingi Erluson
Ótrúleg tölfræði Haaland í ensku úrvalsdeildinni
Mynd: Getty Images
Norski sóknarmaðurinn Erling Braut Haaland er að eiga draumabyrjun á tímabilinu með Manchester City en hann er kominn með tvö mörk gegn West Ham í Lundúnum í dag.

Haaland kom til Man City frá Borussia Dortmund fyrir tveimur árum og hefur byrjað öll þrjú tímabilin af krafti.

Framherjinn hefur verið duglegur að raða inn mörkum í deildinni, en hann er nú þegar kominn með sex mörk á þessari leiktíð.

Hann er búinn að skora tvö mörk fyrir Man City gegn West Ham í Lundúnum, en staðan þar er 2-1 fyrir gestina.

Haaland hefur nú skorað 69 mörk í 69 úrvalsdeildarleikjum og því með mark að meðaltali í leik. Ótrúleg tölfræði hjá Norðmanninum.

Hægt er að sjá bæði mörk hans gegn West Ham hér fyrir neðan.

Sjáðu fyrsta markið

Sjáðu annað mark Haaland



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner