Eze, Rabiot, Dyche, Howe og miðjumannsleit Liverpool í slúðurpakka dagsins
banner
   lau 31. ágúst 2024 11:16
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sama hrun hjá Selfossi og KR
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í gær varð ljóst að Selfoss er fallið úr Lengjudeild kvenna og spilar í 2. deild að ári. Það vekur athygli þar sem liðið lék í Bestu deildinni í fyrra. Liðið fellur því niður um tvær deildir á tveimur árum.

Þetta er sama hrun og hjá KR sem féll úr Bestu deildinni sumarið 2022 og úr Lengjudeildinni í fyrra. KR er núna að reyna koma sér aftur upp úr 2. deild.

ÍBV féll úr Bestu deildinni ásamt Selfossi í fyrra og á ennþá örlítinn séns á því að komast aftur upp. Liðið er í 4. sæti og á leik til góða á Gróttu sem er sex stigum á undan. Grótta, Fram og ÍBV berjast um að fylgja FHL upp í Bestu.

Afturelding, sem féll ásamt KR úr Bestu deildinni 2022, barðist um að fara aftur upp í fyrra en hefur verið um miðja deild í ár.
Lengjudeild kvenna
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    FHL 18 13 1 4 62 - 35 +27 40
2.    Fram 18 10 4 4 42 - 24 +18 34
3.    Grótta 18 10 4 4 28 - 23 +5 34
4.    HK 18 9 3 6 42 - 29 +13 30
5.    ÍA 18 8 2 8 27 - 31 -4 26
6.    ÍBV 18 8 1 9 29 - 32 -3 25
7.    Afturelding 18 6 4 8 24 - 30 -6 22
8.    Grindavík 18 6 3 9 24 - 26 -2 21
9.    Selfoss 18 3 6 9 18 - 29 -11 15
10.    ÍR 18 2 2 14 18 - 55 -37 8
2. deild kvenna - A úrslit
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Haukar 17 14 2 1 73 - 23 +50 44
2.    KR 18 13 3 2 62 - 19 +43 42
3.    Völsungur 17 12 2 3 53 - 13 +40 38
4.    ÍH 18 8 2 8 59 - 39 +20 26
5.    Einherji 18 7 3 8 33 - 34 -1 24
Athugasemdir
banner