Eze, Rabiot, Dyche, Howe og miðjumannsleit Liverpool í slúðurpakka dagsins
banner
   lau 31. ágúst 2024 10:15
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Slot hefur ekki áhyggjur af meiðslasögu Chiesa
Mynd: Liverpool

Arne Slot, stjóri Liverpool, hefur ekki áhyggjur af meiðslasögu Federico Chiesa, nýjasta leikmanni liðsins.


Ítalski leikmaðurinn hefur misst af 84 leikjum síðustu þrjú ár vegna meiðsla en hann hefur m.a. slitið krossband.

„Hann var í langvarandi meiðslavandræðum út af því hann sleit krossband en fyrir utan það hefur hann ekki lent í alvarlegum meiðslum. Minniháttar eins og hver annar. Við treystum á okkar starfslið og það jákvæða er að hann er ekki eini vængmaðurinn sem við erum með," sagði Slot.

Slot er mjög ánægður með það hvernig Chiesa hefur komið inn í hópinn.

„Það er mjög mikilvægt að fyrsti leikmaðurinn sem maður fær er með sama hugarfar og kemur með sama kúltúrinn. Hann leggur hart að sér innan sem og utan vallar til að ná því besta og skorar mörk. Hann er mjög aggressívur án bolta."


Athugasemdir
banner
banner
banner