Eze, Rabiot, Dyche, Howe og miðjumannsleit Liverpool í slúðurpakka dagsins
banner
   lau 31. ágúst 2024 17:06
Brynjar Ingi Erluson
Spánn: Barcelona slátraði Valladolid - Raphinha með þrennu og tvær stoðsendingar
Raphinha var sjóðandi heitur í dag
Raphinha var sjóðandi heitur í dag
Mynd: EPA
Barcelona 7 - 0 Valladolid
1-0 Raphinha ('20 )
2-0 Robert Lewandowski ('24 )
3-0 Jules Kounde ('45 )
4-0 Raphinha ('64 )
5-0 Raphinha ('72 )
6-0 Dani Olmo ('83 )
7-0 Ferran Torres ('85 )

Barcelona er á flugi undir stjórn þýska þjálfarans Hansi Flick en liðið slátraði Real Valladolid, 7-0, á Nou Camp í dag.

Brasilíski vængmaðurinn Raphinha er að njóta sín í byrjun tímabils, en hann kom að fimm mörkum í leiknum.

Hann kom Börsungum á bragðið á 20. mínútu áður en Robert Lewandowski bætti við öðru fjórum mínútum síðar. Jules Kounde gerði þriðja mark Barcelona undir lok hálfleiksins.

Raphinha skoraði tvö mörk á átta mínútna kafla í síðari hálfleiknum og fullkomnaði þar með þrennu sína áður en hann lagði upp tvö mörk fyrir spænsku landsliðsmennina Dani Olmo og Ferran Torres. Raphinha er nú búinn að koma að sjö mörkum á leiktíðinni.

Hinn 17 ára gamli Lamine Yamal átti tvær stoðsendingar í leiknum.

Barcelona hefur unnið alla fjóra leiki sína í deildinni á tímabilinu og er með markatöluna 13-3.
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Barcelona 4 4 0 0 13 3 +10 12
2 Villarreal 5 3 2 0 11 8 +3 11
3 Real Madrid 5 2 3 0 7 2 +5 9
4 Atletico Madrid 4 2 2 0 6 2 +4 8
5 Girona 4 2 1 1 7 4 +3 7
6 Alaves 5 2 1 2 7 6 +1 7
7 Espanyol 5 2 1 2 5 5 0 7
8 Osasuna 4 2 1 1 5 7 -2 7
9 Celta 4 2 0 2 10 9 +1 6
10 Betis 4 1 2 1 3 3 0 5
11 Mallorca 5 1 2 2 3 4 -1 5
12 Real Sociedad 5 1 2 2 3 4 -1 5
13 Sevilla 5 1 2 2 4 6 -2 5
14 Leganes 5 1 2 2 3 5 -2 5
15 Vallecano 4 1 1 2 4 5 -1 4
16 Athletic 4 1 1 2 3 4 -1 4
17 Valladolid 4 1 1 2 1 10 -9 4
18 Getafe 4 0 3 1 1 2 -1 3
19 Las Palmas 4 0 2 2 4 7 -3 2
20 Valencia 4 0 1 3 3 7 -4 1
Athugasemdir
banner
banner
banner