Eze, Rabiot, Dyche, Howe og miðjumannsleit Liverpool í slúðurpakka dagsins
banner
   lau 31. ágúst 2024 15:34
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Þýskaland: Dortmund missteig sig í Bremen - Veisla í Stuttgart
Schlotterbeck fékk rautt í dag.
Schlotterbeck fékk rautt í dag.
Mynd: Getty Images
Ekitike kominn á blað í deildinni.
Ekitike kominn á blað í deildinni.
Mynd: Frankfurt
Fimm fyrstu leikjunm dagsins í þýsku Bundesliga er lokið. Um er að ræða leiki í 2. umferð deildarinnar. Lokaleikur dagsins hefst svo klukkan 16:30 þegar meistararnir í Leverkusen taka á móti Leipzig í stórleik helgarinnar.

Gladbach, Frankfurt og Wolfsburg unnu nokkuð sannfærandi sigra í dag.

Dortmund tókst ekki að skora gegn Werder í Bremen en gestirnir léku manni færri frá 73. mínútu þegar Nico Schlotterbeck fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt.

Mesta veislan var hins vegar í Stuttgart þar sem komu sex mörk. Stuttgart komst í 2-0 í leiknum en gestirnir frá Mainz náðu að jafna í 2-2.

Stuttgart virtist svo vera að taka öll þrjú stigin þegar Fabian Rieder kom boltanum í mark Mainz á 88. mínútu. En gestirnir gafust ekki upp og uppskáru jöfnunamark á 94. mínútu þegar Maxim Leitsch skoraði.

Dortmund er sem stendur í toppsæti deildarinnar með fjögur stig en Freiburg, Heidenheim, Bayern Munchen, Leipzig og Leverkusen geta komist upp fyrir þá gulu.

Stuttgart 3 - 3 Mainz
1-0 Enzo Millot ('8 )
2-0 Jamie Leweling ('15 )
2-1 Nadiem Amiri ('43 , víti)
2-2 Jonathan Michael Burkardt ('62 )
3-2 Fabian Rieder ('88 )
3-3 Maxim Leitsch ('90 )

Eintracht Frankfurt 3 - 1 Hoffenheim
1-0 Hugo Ekitike ('24 )
2-0 Hugo Larsson ('33 )
2-1 Andrej Kramaric ('54 )
3-1 Omar Marmoush ('56 )

Werder 0 - 0 Borussia D.
Rautt spjald: Nico Schlotterbeck, Borussia D. ('73)

Bochum 0 - 2 Borussia M.
0-1 Tim Kleindienst ('67 )
0-2 Franck Honorat ('78 )

Holstein Kiel 0 - 2 Wolfsburg
0-1 Maximilian Arnold ('27 )
0-2 Sebastiaan Bornauw ('30 )
Athugasemdir
banner
banner
banner