Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
laugardagur 27. apríl
Besta-deild kvenna
þriðjudagur 23. apríl
föstudagur 19. apríl
þriðjudagur 16. apríl
Meistarar meistaranna konur
mánudagur 15. apríl
Besta-deild karla
föstudagur 12. apríl
Besta-deild karla
þriðjudagur 9. apríl
Undankeppni EM kvenna
mánudagur 8. apríl
Besta-deild karla
föstudagur 5. apríl
Undankeppni EM kvenna
mánudagur 1. apríl
Meistarar meistaranna
sunnudagur 31. mars
Enska úrvalsdeildin
föstudagur 29. mars
Úrslitaleikur Lengjubikars kvenna
miðvikudagur 27. mars
Úrslitaleikur Lengjubikarsins
þriðjudagur 26. mars
Umspilsleikur um EM sæti
U21 karla - EM 25 undankeppni
fimmtudagur 21. mars
EM umspilið
miðvikudagur 20. mars
Lengjubikar karla - Undanúrslit
sunnudagur 10. mars
Enska úrvalsdeildin
þriðjudagur 27. febrúar
Landslið kvenna - Þjóðadeild umspil
föstudagur 23. febrúar
fimmtudagur 1. febrúar
Úrslitaleikur Reykjavíkurmótsins
fimmtudagur 18. janúar
Vináttulandsleikur
sunnudagur 14. janúar
fimmtudagur 14. desember
Sambandsdeild UEFA
föstudagur 8. desember
Úrslitaleikur Bose-mótsins
þriðjudagur 5. desember
Þjóðadeild kvenna
mánudagur 4. desember
Umspil fyrir HM U20
föstudagur 1. desember
Þjóðadeild kvenna
fimmtudagur 30. nóvember
Sambandsdeild UEFA
sunnudagur 19. nóvember
Undankeppni EM
fimmtudagur 9. nóvember
Sambandsdeild UEFA
þriðjudagur 31. október
Landslið kvenna - Þjóðadeild
föstudagur 27. október
fimmtudagur 26. október
Sambandsdeild UEFA
miðvikudagur 18. október
Forkeppni Meistaradeildar kvenna
þriðjudagur 17. október
Undankeppni EM
föstudagur 13. október
þriðjudagur 10. október
Meistaradeild kvenna
sunnudagur 8. október
Besta-deild karla - Efri hluti
fimmtudagur 5. október
Sambandsdeild UEFA
mánudagur 2. október
Besta-deild karla - Efri hluti
sunnudagur 1. október
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
föstudagur 29. september
Fótbolti.net bikarinn
fimmtudagur 28. september
Besta-deild karla - Efri hluti
fimmtudagur 25. apríl
Úrvalsdeildin
Brighton - Man City - 19:00
Serie A
Udinese - Roma - 18:00
Úrvalsdeildin
CSKA - Spartak - 17:30
Akhmat Groznyi - Sochi - 17:30
Fakel 0 - 0 Kr. Sovetov
Ural 0 - 1 Rostov
fim 14.maí 2020 18:00 Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Magazine image

Kolbeinn vill skapa sér nafn í Belgíu - „Sem betur fer eru komnir nýir eigendur"

Kolbeinn Þórðarson gekk í raðir Lommel í Belgíu undir lok júlí síðasta sumar. Kolbeinn er U21 árs landsliðsmaður og var að taka þátt í sinni þriðju leiktíð með meistaraflokki Blika þegar hann var keyptur í B-deildina í Belgíu.

Kolbeinn kom inn í U-21 árs landsliðið á síðasta ári og hefur leikið fjóra leiki fyrir liðið. Fótbolti.net hafði samband við Kolbein á dögunum og fór yfir ferilinn til þessa með leikmanninum.

Fyrir fyrsta leikinn þá sagði Addi við mig að vera óhræddur, koma mér inn í leikinn og keyra á menn því við höfðum engu að tapa.
Fyrir fyrsta leikinn þá sagði Addi við mig að vera óhræddur, koma mér inn í leikinn og keyra á menn því við höfðum engu að tapa.
Mynd/Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
2000 árgangurinn hjá Breiðabliki var mjög sterkur á þessum tíma og ég taldi mig geta bætt mig meira í Breiðabliki heldur en hjá HK.
2000 árgangurinn hjá Breiðabliki var mjög sterkur á þessum tíma og ég taldi mig geta bætt mig meira í Breiðabliki heldur en hjá HK.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
við endum í 2. sæti í bikar og 2. sæti í deild sem var fínn árangur en við vildum titil þetta ár.
við endum í 2. sæti í bikar og 2. sæti í deild sem var fínn árangur en við vildum titil þetta ár.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eftir seinna skiptið þá segja þeir mér að þeir séu að leita að leikmanni sem getur farið beint inn í aðalliðið og ég var ekki alveg tilbúin í það þarna.
Eftir seinna skiptið þá segja þeir mér að þeir séu að leita að leikmanni sem getur farið beint inn í aðalliðið og ég var ekki alveg tilbúin í það þarna.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það gekk mikið á þarna, Addi var rekinn og Milos tók síðan við.
Það gekk mikið á þarna, Addi var rekinn og Milos tók síðan við.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þetta tímabil lenti ég tvisvar í því að vera búinn að vinna mig í byrjunarliðið þegar ég lendi í slæmum tæklingum og ég var frá í þrjár vikur í bæði skiptin.
Þetta tímabil lenti ég tvisvar í því að vera búinn að vinna mig í byrjunarliðið þegar ég lendi í slæmum tæklingum og ég var frá í þrjár vikur í bæði skiptin.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ég æfði mikið einn með styrktarþjálfaranum hjá Breiðablik sem ég vil meina að hafi hjálpað mér mikið.
Ég æfði mikið einn með styrktarþjálfaranum hjá Breiðablik sem ég vil meina að hafi hjálpað mér mikið.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Við erum mikið saman á æfingum og sérstaklega fyrstu mánuðina þá vorum við mikið saman.
Við erum mikið saman á æfingum og sérstaklega fyrstu mánuðina þá vorum við mikið saman.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þetta var erfið ákvörðun þar sem ég var kominn í góða stöðu hjá Breiðabliki
Þetta var erfið ákvörðun þar sem ég var kominn í góða stöðu hjá Breiðabliki
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrstu vikurnar eftir að Stebbi var farinn voru erfiðar vegna þess að Peter setti mig beint á bekkinn þrjá leiki í röð og lét mig vinna fyrir því að komast aftur í byrjunarliðið.
Fyrstu vikurnar eftir að Stebbi var farinn voru erfiðar vegna þess að Peter setti mig beint á bekkinn þrjá leiki í röð og lét mig vinna fyrir því að komast aftur í byrjunarliðið.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Persónulega hefur mér gengið mjög vel.
Persónulega hefur mér gengið mjög vel.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ég er ekki ennþá kominn nægilega vel inn í tungumálið en það er á dagskrá.
Ég er ekki ennþá kominn nægilega vel inn í tungumálið en það er á dagskrá.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Peter Maes er allt öðruvísi þjálfari heldur en Stebbi...Hann segir nákvæmlega það sem hann er að hugsa.
Peter Maes er allt öðruvísi þjálfari heldur en Stebbi...Hann segir nákvæmlega það sem hann er að hugsa.
Mynd/Getty Images
„Framhaldið hjá mér er að byggja ofan á seinasta tímabil og halda áfram að þróa minn leik og skapa mér nafn í Belgíu."
Alltaf með bolta við lappirnar
Kolbeinn er fæddur árið 2000 og steig sín allra fyrstu skref í fótboltanum á Dalvík. Hvenær og hvers vegna byrjaði hann að æfa fótbolta? Var Kolbeinn í öðrum íþróttum þegar hann var yngri?

„Ég byrjaði að æfa fótbolta fjögurra ára á Dalvík og alveg frá því ég man eftir mér hef ég verið með bolta við lappirnar. Ég æfði einnig handbolta frá fimm ára aldri þangað til ég var þréttán ára," sagði Kolbeinn við Fótbolta.net.

Hvers vegna hætti Kolbeinn í handbolta?

„Mér fannst ég vera að missa áhugann á handboltanum og vildi setja alla mína orku í fótboltann."

Taldi betra að fara í Breiðablik
Fjölskylda Kolbeins flutti til Danmerkur þegar hann var fjögurra ára og sex ára fluttu þau í Kópavoginn þar sem hann byrjaði að æfa með HK. Hvenær og af hverju færði Kolbeinn sig svo yfir í nágrannafélagið Breiðablik?

„Ég fer úr HK á eldra ári í 4. flokki. Mér fannst ég þurfa að breyta til og fá meiri áskorun. 2000 árgangurinn hjá Breiðabliki var mjög sterkur á þessum tíma og ég taldi mig geta bætt mig meira í Breiðabliki heldur en hjá HK."

Ekki tilbúinn í aðallið Bröndby 2017
Árið 2017 fór Kolbeinn á reynslu til danska félagsins Bröndby. Hvernig gekk þessi reynsluferð?

„Já ég fór til Bröndby tvisvar á stuttum tíma árið 2017 og mér gekk mjög vel hjá þeim. Eftir seinna skiptið þá segja þeir mér að þeir séu að leita að leikmanni sem getur farið beint inn í aðalliðið og ég var ekki alveg tilbúin í það þarna."

Voru fleiri reynsluferðir sem Kolbeinn fór í?

„Ég fór á nokkrar reynslur þegar ég var yngri m.a. til Derby, Freiburg og Southampton."

Líður best í áttunni
Hvar hefur Kolbeinn spilað á sínum meistaraflokksferli og hvar líður honum best á vellinum?

„Hjá Breiðabliki spilaði ég alls staðar á miðjunni og úti á báðum köntum. Mér líður best, og á sama tíma held ég að ég nýtist best, sem átta, svona 'box to box' miðjumaður."

„Hjá Lommel hef ég verið að spila sem átta (miðri miðju) og tía (fremstur á miðju)."


Gekk mikið á 2017
Kolbeinn spilar sjö leiki árið 2017 sem er hans fyrsta tímabil með meistaraflokki. Hvernig var að koma inn í lið Breiðabliks á þeim tímapunkti?

„Addi Grétars (Arnar Grétarsson) tekur mig upp í æfingahópinn hjá meistaraflokki undir lok árs 2016 og eftir það æfi ég bara með meistaraflokknum."

„Það var mjög skemmtilegt að koma inn í liðið þarna, við vorum með góða leikmenn og maður lærði mikið á æfingum. Ég var í litlu hlutverki þetta árið í meistaraflokki en lykilmaður í 2. flokki. Það gekk mikið á þarna, Addi var rekinn og Milos tók síðan við."


Fékk Kolbeinn einhver sérstök skilaboð fyrir fyrsta leikinn?

„Fyrir fyrsta leikinn þá sagði Addi við mig að vera óhræddur, koma mér inn í leikinn og keyra á menn því við höfðum engu að tapa."

Fínn árangur en vantaði titla
Hvernig horfir Kolbeinn til baka á tímabilið 2018?

„Þetta ár var mjög skemmtilegt og krefjandi. Fyrsta tímabilið hjá Gústa Gylfa (Ágúst Gylfason). Ég náði að vinna mér inn stærra hlutverk (miðað við árið áður) en þurfti að bíða smá eftir sénsinum og þegar hann kom var ég klár."

„Þetta tímabil lenti ég tvisvar í því að vera búinn að vinna mig í byrjunarliðið þegar ég lendi í slæmum tæklingum og ég var frá í þrjár vikur í bæði skiptin."

„Ég náði þó síðustu leikjunum á tímabilinu og við endum í 2. sæti í bikar og 2. sæti í deild sem var fínn árangur en við vildum titil þetta ár."


Einkyrningssótt og höfuðhögg fyrir tímabilið 2019
Hvernig var fyrri hluti tímabilsins 2019 hjá Kolbeini?

„Ég átti skrýtið undirbúningstímabil fyrir þetta sumar þar sem ég fékk einkyrningssótt í október og fékk síðan slæmt höfuðhögg í janúar þannig að ég spilaði mjög lítið á undirbúningstímabilinu. Þess vegna var ég ekkert inn í umræðunni fyrir þetta sumar."

„Ég æfði mikið einn með styrktarþjálfaranum hjá Breiðablik sem ég vil meina að hafi hjálpað mér mikið. Gústi var búinn að segja við mig að hann hefði trú á mér en að það væri undir mér komið komast í liðið."

„Rétt fyrir mót þá fáum við inn nýja leikmenn sem gerði samkeppnina í liðinu mjög mikla sem var það sem við þurftum. Ég var mjög ákveðinn í því að þetta væri tímabilið sem ég myndi verða fastamaður í liðinu og það tókst. Ég byrjaði mótið mjög vel og þetta er mitt besta tímabil á Íslandi."


„Þetta var erfið ákvörðun þar sem ég var kominn í góða stöðu hjá Breiðabliki"
Blikar höfnuðu öllum tilboðum nema lokatilboði Lommel
Lommel keypti Kolbein undir lok júlígluggans í fyrra. Var langur aðdragandi að þessum skiptum og voru fleiri lið sem höfðu áhuga?

„Ég fór út eftir Víkingsleikinn og gekk frá þessu þá. Aðdragandinn var mjög stuttur og ég fór út til að skoða og var ekki búinn að ákveða þá að skrifa undir."

„Það voru nokkur lið áhugasöm en það voru þrjú tilboð frá Lommel og þrjú tilboð frá Östersunds. Breiðablik hafnaði öllum tilboðunum nema loka tilboðinu frá Lommel."


Kom aldrei neitt annað til greina en að fara til Belgíu?

„Þetta var erfið ákvörðun þar sem ég var kominn í góða stöðu hjá Breiðabliki og við vorum komnir í undanúrslit í bikarnum og vorum í 2. sæti í deildinni."

„En eftir að ég talaði við yfirmann fótboltamála í Lommel og Stebba Gísla (Stefán Gíslason), um planið sem þeir voru með fyrir mig ásamt því hvernig stefnan hjá klúbbnum væri, þá fannst mér það mjög spennandi og ákvað að skrifa undir."


Gekk vel þrátt fyrir lokaða leiki
Hvernig var fyrsta tímabilið í atvinnumennsku? Er Kolbeinn sáttur með eigin frammistöðu?

„Persónulega hefur mér gengið mjög vel. Ég spilaði flesta leiki og spilaði vel. Ég skoraði eitt mark og náði í þrjú víti í deild sem Hendrickx skoraði úr. "

„Eftir á að hyggja hefði ég auðvitað viljað skora og leggja upp meira en liðið skoraði ekki mikið af mörkum og leikirnir voru oft rosalega lokaðir."


Lommel er með yngsta liðið í deildinni, hver er stefna félagsins?

„Stefna félagsins er að spila ungum leikmönnum og hjálpa þeim að þróa sinn leik."

Þurfti að vinna sig aftur inn í liðið hjá gjörólíkum þjálfara
Stefán Gíslason var þjálfari Lommel þegar Kolbeinn gekk í raðir félagsins. Hann var rekinn í október og Peter Maes tók við liðinu. Höfðu þau skipti einhver áhrif á stöðu Kolbeins og er mikill munur á þessum þjálfurum?

„Það breytti miklu fyrir mig, ég og Stebbi náðum vel saman og hann var með mikið traust í leikmannahópnum og menn voru ánægðir með hann sem þjálfara, ég var kominn inn í byrjunarliðið hjá Stebba og var byrjaður að taka skref í rétta átt. Úrslitin voru samt sem áður ekki nægilega góð og eigandinn fékk nóg og lét hann fara."

„Peter Maes er allt öðruvísi þjálfari heldur en Stebbi. Stebbi er rólegri náungi og talar við mann á venjulegum nótum og útskýrir fyrir mann hvað maður er að gera vel og hvað má gera betur en Peter er mjög æstur og lætur menn heyra það ef hann er ekki ánægður með þá."

„Hann segir nákvæmlega það sem hann er að hugsa. Fyrstu vikurnar eftir að Stebbi var farinn voru erfiðar vegna þess að Peter setti mig beint á bekkinn þrjá leiki í röð og lét mig vinna fyrir því að komast aftur í byrjunarliðið. Eftir það var ég orðinn lykilleikmaður í liðinu."


Hjálpað að hafa kunnulegt andlit
Belginn Jonathan Hendrickx gekk í raðir Breiðabliks fyrir tímabilið 2018 og hann fór einnig í Lommel í júlí 2019. Hefur það hjálpað Kolbeini að vera með kunnulegt andlit?

„Jonathan hefur hjálpað mér mikið frá því ég kom og við erum góðir vinir. Við erum mikið saman á æfingum og sérstaklega fyrstu mánuðina þá vorum við mikið saman."

„Sem betur fer eru komnir nýir eigendur"
Hvernig er staðan á félaginu vegna kórónaveirunnar?

„Covid tíminn er búinn að vera rosalega skrýtinn þar sem klúbburinn lenti í vandræðum með fyrrum eigandann sem stökk frá borði og það var óvissa um hvað myndi gerast."

„Sem betur fer eru komnir nýir eigendur í City Football Group sem hljómar mjög spennandi."

„Maturinn er góður og Belgarnir eru frægir fyrir vöfflurnar sínar og franskarnar. Ég get staðfest að þær eru mjög góðar."
Vöfflurnar og franskarnar góðar (Staðfest)
Hvernig hefur gengið að aðlagast belgískri menningu?

„Það hefur gengið mjög vel að komast inn í lífið í Belgíu. Það hentar mér vel að búa þar og fólkið er mjög almennilegt og rólegt. Ég er ekki ennþá kominn nægilega vel inn í tungumálið en það er á dagskrá."

„Hefðirnar og siðirnir eru mjög svipaðir og á Íslandi. Maturinn er góður og Belgarnir eru frægir fyrir vöfflurnar sínar og franskarnar. Ég get staðfest að þær eru mjög góðar."


Vill skapa sér nafn í Belgíu
Hvernig lítur framhaldið út hjá Kolbeini?

„Framhaldið hjá mér er að byggja ofan á seinasta tímabil og halda áfram að þróa minn leik og skapa mér nafn í Belgíu. Ég á að fara aftur út 22. júní og æfingar eiga að byrja 25. júní en það getur breyst," sagði Kolbeinn við Fótbolta.net.

Sjá einnig:
Hin hliðin - Kolbeinn Þórðarson (Lommel)
Athugasemdir
banner