Man Utd eflir leit sína að liðsstyrk - David ofarlega á blaði - Ítölsk félög vilja Greenwood - Liverpool vill Olise
banner
   mán 03. júní 2024 23:30
Brynjar Ingi Erluson
Fer til West Ham eftir allt saman
Mynd: Getty Images
Luis Guilherme, einn efnilegasti leikmaður Brasilíu, er á leið til West Ham á Englandi. BBC greinir frá.

West Ham hefur síðustu vikur verið í viðræðum við Palmeiras um kaup á Guilherme.

Guardian sagði í dag að þessi 18 ára gamli leikmaður hefði hafnað því að ganga í raðir West Ham og ætlaði í staðinn til Sádi-Arabíu.

Í kvöld greindi BBC frá því að það væri ekki rétt og að hann væri á leið til félagsins. West Ham greiðir um 25 milljónir punda fyrir kappann.

Fabrizio Romano bætti þá við að félögin væru að skiptast á gögnum og að það væri stutt í samkomulag.

West Ham ætlar að bæta við mörgum leikmönnum í sumarglugganum, en fyrstu tveir leikmennirnir sem Julen Lopetegui kaupir koma frá Brasilíu. Fabricio Bruno er á leið til félagsins frá Flamengo og mun styrkja vörn liðsins gríðarlega.


Athugasemdir
banner
banner