Tottenham vill Eze - Belgi orðaður við Arsenal - Man Utd í viðræðum um Rabiot
   mið 19. júní 2024 06:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Mourinho: Kroos hefur verið vanmetinn
Mynd: EPA

Jose Mourinho segir að það sé sorglegt að fylgjast með leikmönnum á borð við Toni Kroos, Luka Modric og Cristiano Ronaldo á EM í Þýskalandi í sumar.


Mourinho þjálfaði Ronaldo og Modric hjá Real á sínum tíma en Kroos gekk til liðs við félagið árið 2013, ári eftir að Mourinho yfirgaf félagið. Það er að líða undir lokin á ferlinum hjá þessum leikmönnum. Kroos hefur gefið það út að hann muni leggja skóna á hilluna eftir mótið.

„Ég myndi halda að þetta væri síðasta Evrópumótið hjá þeim. Ég segi að þetta sé sorglegt því við sjáum ekki oft leikmenn eins og þá. Hvað varðar Cristiano og Modric þá hefur fótboltinn farið vel með þá og þeir hafa verið taldir tveir af bestu leikmönnum í heimi," sagði Mourinho.

„Hvað Kroos varðar þá hefur hann verið mjög vanmetinn miðað við hversu ótrúlegur leikmaður hann er. Fyrir mér er hann alveg ótrúlegur."


Athugasemdir
banner
banner