Guehi vill fara til Liverpool - Viðræður við Gordon ganga illa - Man Utd skoðar stjóra
   fim 20. júní 2024 09:45
Elvar Geir Magnússon
Mbappe tók þátt í æfingu plástraður á nefinu
Mynd: EPA
Kylian Mbappe, einn besti leikmaður heims, æfði með franska landsliðinu í gær eftir að hafa nefbrotnað gegn Austurríki í fyrstu umferð Evrópumótsins.

Þessi 25 ára sóknarleikmaður tók ekki þátt í allri æfingunni, hann var með plástrað nef og æfði einn til að byrja með. Hann kom svo inn í æfinguna en tók ekki þátt í þeim hluta þar sem var líkamleg snerting.

Það er enn ekki komið í ljós hvort Mbappe geti spilað gegn Hollandi í Leipzig á morgun en franska fóboltasambandið segir að nýjar fréttir séu væntanlegar í dag. Hann mun fá grímu sem hægt verður að spila með og þarf svo líklega að fara í aðgerð eftir mótið.

Lokaleikur Frakklands í riðlinum verður gegn Póllandi næsta þriðjudag.


Athugasemdir
banner
banner
banner