Rabiot nálgast Man Utd - Mount til sölu - Branthwaite fær stórbættan samning - Kante hefur náð samkomulagi við West Ham
   mið 19. júní 2024 18:05
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Byrjunarlið Skotlands og Sviss: Gilmour og Shaqiri byrja
Shaqiri og Granit Xhaka eru í liði Sviss
Shaqiri og Granit Xhaka eru í liði Sviss
Mynd: EPA

Skotar töpuðu illa gegn heimamönnum í Þýskalandi í fyrstu umferð riðlakeppninnar en Steve Clarke gerir tvær breytingar á liðinu.

Ryan Porteous er í banni og Grant Hanley kemur inn í hans stað. Billy Gilmour, miðjumaður Brighton, kemur inn fyrir Ryan Christie.


Það er ein breyting á liði Sviss sem lagði Ungverjaland. Xherdan Shaqiri fyrrum leikmaður Liverpool og Bayern kemur inn fyrir Kwadwo Duah.

Sviss kemur sér í góða stöðu með sigri en Skotar þurfa að vinna til að vera í góðri stöðu fyrir lokaumferðina.

Liðin leika í A-riðli með Þýskalandi og Ungverjalandi en Þýskaland er í góðum málum eftir sigur á Ungverjum fyrr í kvöld.

Skotland: Gunn, Hendry, Hanley, Tierney, Ralston, Gilmour, McGregor, Robertson, McTominay, McGinn, Adams.

Sviss: Sommer, Schär, Akanji, Rodríguez; Widmer, Xhaka, Freuler, Aebischer, Ndoye, Vargas, Shaqiri


Athugasemdir
banner
banner
banner