Barca vill Dani Olmo - Crystal Palace að bjóða í Smith Rowe - Sergi Roberto vill enska boltann - Newcastle spyrst fyrir um Madueke
   þri 18. júní 2024 22:47
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Sjáðu mörkin: Dramatískur sigur Portúgals
Conceicao fagnar dramatísku sigurmarki
Conceicao fagnar dramatísku sigurmarki
Mynd: EPA

Síðasti leikur fyrstu umferðarinnar í riðlakeppninni á EM í Þýskalandi fór fram í kvöld þegar Portúgal og Tékkland áttust við.


Það var frekar bragðdaufur fyrri hálfleikur en Tékkar komust yfir þegar Lukas Provod skoraði með skoti fyrir utan vítateiginn. Þetta var 18. markið sem er skorað fyrir utan vítateiginn á mótinu til þessa.

Robin Haranc varnarmaður Tékka varð síðan fyrir því óláni að skora sjálfsmark.

Diogo Jota og Francisco Conceicao komu inn á sem varamenn og áttu eftir að láta til sín taka. Jota kom boltanum í netið þegar skammt var til loka venjulegs leiktíma en markið var dæmt af þar sem Cristiano Ronaldo var rangstæður í aðdragandanum.

Það stefndi allt í jafntefli þangað til Conceicao skoraði og tryggði Portúgal stigin þrjú með marki í uppbótatíma. Sjáðu öll mörkin hér fyrir neðan.


Athugasemdir
banner
banner