Man Utd eflir leit sína að liðsstyrk - David ofarlega á blaði - Ítölsk félög vilja Greenwood - Liverpool vill Olise
   mán 03. júní 2024 22:40
Brynjar Ingi Erluson
Hefur engan áhuga á að fá leikmenn frá Roma
Jose Mourinho vill ekki fá Romelu Lukaku
Jose Mourinho vill ekki fá Romelu Lukaku
Mynd: Getty Images
Portúgalski þjálfarinn Jose Mourinho tók á dögunum við þjálfun Fenerbahce í Tyrklandi en hann hefur lofað því að hann ætli ekki að fá leikmenn frá sínu gamla félagi Roma.

Mourinho var rekinn frá Roma í byrjun árs eftir slakt gengi en hann átti nokkra uppáhalds leikmenn í því liði.

Það var greinilega ekki nóg til þess að heilla hann því Mourinho ætlar ekki að sækja einn leikmann frá Roma.

„Það eru nöfn leikmanna hjá félögum sem ég stýrði, en ég vil að það sé 100 prósent mín orð að ég hef engan áhuga á að fá leikmenn frá AS Roma,“ sagði Mourinho.

Romelu Lukaku og Paulo Dybala hafa báðir verið orðaðir við Fenerbahce, en eftir þessi orð Mourinho virðast þau skipti ekki lengur í myndinni.
Athugasemdir
banner
banner