Man Utd eflir leit sína að liðsstyrk - David ofarlega á blaði - Ítölsk félög vilja Greenwood - Liverpool vill Olise
   þri 04. júní 2024 13:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Conceicao yfirgefur Porto (Staðfest)
Mynd: EPA
Sergio Conceicao sem hefur stýrt Porto undanfarin sjö tímabil hefur yfirgefið félagið. Frá þessu var greint í samfélagsmiðlum í dag. Á tíma sínum hjá Porto vann Conceicao ellefu titla.

Conceicao er 49 ára og lék sem vængmaður á sínum degi. Hann lék 56 landsleiki fyrir Portúgal á árunum 1996-2003. Hann yfirgefur Porto níu dögum eftir að hafa gert liðið að bikarmeisturum.

Conceicao framlengdi við Porto í vetur, samdi til 2028 í apríl en sá samningur átti ekki að taka gildi fyrr en 1. júlí. Það var samkomulag milli Conceicao og félagsins að nýi samningurinn myndi ekki taka gildi.

Conceicao var orðaður við Chelsea í vor en enska félagið tók frekar sénsinn á Enzo Maresca. Conceicao er þessa dagana orðaður við AC Milan og Marseille.
Athugasemdir
banner