Man Utd eflir leit sína að liðsstyrk - David ofarlega á blaði - Ítölsk félög vilja Greenwood - Liverpool vill Olise
   þri 04. júní 2024 09:00
Brynjar Ingi Erluson
Douglas Luiz gæti farið til Juventus og McKennie í hina áttina
Weston McKennie gæti farið til Aston Villa
Weston McKennie gæti farið til Aston Villa
Mynd: Getty Images
Douglas Luiz er að skoða sína möguleika
Douglas Luiz er að skoða sína möguleika
Mynd: Getty Images
Aston Villa og Juventus ræða nú saman um möguleg leikmannaskipti en Douglas Luiz gæti verið á leið til Ítalíu á meðan Bandaríkjamaðurinn Weston McKennie færi í hina áttina. Þetta segir ítalski blaðamaðurinn GIanluca Di Marzio.

Villa hefur mikinn áhuga á McKennie og hefur átt nokkur samtöl við Juventus um möguleikann á að kaupa hann í sumarglugganum.

Juventus verðmetur McKennie á 30 milljónir evra á meðan Luiz er metinn á 60 milljónir.

Di Marzio segir að áhugi Juventus á Luiz sé mikill en vitað er að Brasilíumaðurinn vilji fá 6,5 milljónir evra í árslaun. Arsenal reyndi að kaupa Luiz á síðasta ári, en Villa hafnaði öllum þremur tilboðum Lundúnafélagsins.

Juventus hefur lengi haft áhuga á Luiz en var ekki með fjármagnið til að festa kaup á honum. Því er hentugt að Villa hafi áhuga á McKennie en Juventus þyrfti þá að leggja minna út til að festa kaup á honum.

McKennie er 25 ára gamall og þekkir ágætlega til ensku úrvalsdeildarinnar eftir að hafa spilað á láni hjá Leeds á síðasta ári, en það var að vísu tími sem hann væri til að gleyma.

Miðjumaðurinn féll með Leeds og var með verstu tölfræði af leikmönnum liðsins það tímabilið.

Hann var fljótur að gleyma þessu ömurlega tímabili og var með bestu mönnum Juventus á síðasta tímabili er liðið kom sér í Meistaradeild Evrópu.
Athugasemdir
banner
banner
banner